Seldi í Siggi's Skyr með 3,4 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 18. september 2019 08:00 Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York árið 2006. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi’s Skyr. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Eldhrímnis. Félag Ingimundar og fjölskyldu, sem lagði The Icelandic Milk and Skyr Corporation fyrst til fjármuni við stofnun þess 2006, var á meðal helstu hluthafa fyrirtækisins þegar það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað sem kunnugt er af Sigurði Kjartani Hilmarssyni, var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Þá átti svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum, um 22 prósenta hlut og nam hagnaður félagsins við söluna til Lactalis, eins og upplýst var um í Markaðinum fyrr á þessu ári, samtals um 80,9 milljónum dala. Fram kemur í ársreikningi Eldhrímnis að hagnaður félagsins hafi numið samtals 3,5 milljörðum 2018 en þar munaði langsamlega mest um söluhagnað hlutabréfaeignar að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar. Heildareignir í lok síðasta árs námu 3,92 milljörðum og eigið fé var um 3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis samanstóðu einkum af verðbréfum, eða fyrir um þrjá milljarða, og þá nam bókfært virði eignarhluta í ýmsum félögum, meðal annars Florealis, Hval hf. og Matorku, samtals um 700 milljónum. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Var Sveinn jafnframt í hópi stærstu hluthafa skyrfyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi’s Skyr. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Eldhrímnis. Félag Ingimundar og fjölskyldu, sem lagði The Icelandic Milk and Skyr Corporation fyrst til fjármuni við stofnun þess 2006, var á meðal helstu hluthafa fyrirtækisins þegar það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað sem kunnugt er af Sigurði Kjartani Hilmarssyni, var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Þá átti svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum, um 22 prósenta hlut og nam hagnaður félagsins við söluna til Lactalis, eins og upplýst var um í Markaðinum fyrr á þessu ári, samtals um 80,9 milljónum dala. Fram kemur í ársreikningi Eldhrímnis að hagnaður félagsins hafi numið samtals 3,5 milljörðum 2018 en þar munaði langsamlega mest um söluhagnað hlutabréfaeignar að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar. Heildareignir í lok síðasta árs námu 3,92 milljörðum og eigið fé var um 3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis samanstóðu einkum af verðbréfum, eða fyrir um þrjá milljarða, og þá nam bókfært virði eignarhluta í ýmsum félögum, meðal annars Florealis, Hval hf. og Matorku, samtals um 700 milljónum. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Var Sveinn jafnframt í hópi stærstu hluthafa skyrfyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira