Seldi í Siggi's Skyr með 3,4 milljarða hagnaði Hörður Ægisson skrifar 18. september 2019 08:00 Sigurður Kjartan Hilmarsson stofnaði The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York árið 2006. Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi’s Skyr. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Eldhrímnis. Félag Ingimundar og fjölskyldu, sem lagði The Icelandic Milk and Skyr Corporation fyrst til fjármuni við stofnun þess 2006, var á meðal helstu hluthafa fyrirtækisins þegar það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað sem kunnugt er af Sigurði Kjartani Hilmarssyni, var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Þá átti svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum, um 22 prósenta hlut og nam hagnaður félagsins við söluna til Lactalis, eins og upplýst var um í Markaðinum fyrr á þessu ári, samtals um 80,9 milljónum dala. Fram kemur í ársreikningi Eldhrímnis að hagnaður félagsins hafi numið samtals 3,5 milljörðum 2018 en þar munaði langsamlega mest um söluhagnað hlutabréfaeignar að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar. Heildareignir í lok síðasta árs námu 3,92 milljörðum og eigið fé var um 3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis samanstóðu einkum af verðbréfum, eða fyrir um þrjá milljarða, og þá nam bókfært virði eignarhluta í ýmsum félögum, meðal annars Florealis, Hval hf. og Matorku, samtals um 700 milljónum. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Var Sveinn jafnframt í hópi stærstu hluthafa skyrfyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Eldhrímnir, sem er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, hagnaðist um liðlega 3,4 milljarða króna á síðasta ári vegna sölu á hlut sínum í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corporation, betur þekktu sem Siggi’s Skyr. Þetta má lesa út úr nýbirtum ársreikningi Eldhrímnis. Félag Ingimundar og fjölskyldu, sem lagði The Icelandic Milk and Skyr Corporation fyrst til fjármuni við stofnun þess 2006, var á meðal helstu hluthafa fyrirtækisins þegar það var selt til franska mjólkurrisans Lactalis fyrir að lágmarki 370 milljónir Bandaríkjadala í ársbyrjun 2018. Það jafngildir um 40 milljörðum króna miðað við þáverandi gengi. The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað sem kunnugt er af Sigurði Kjartani Hilmarssyni, var í um 75 prósenta eigu Sigurðar, ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Þá átti svissneski mjólkurframleiðandinn Emmi Group, eini fagfjárfestirinn í hluthafahópnum, um 22 prósenta hlut og nam hagnaður félagsins við söluna til Lactalis, eins og upplýst var um í Markaðinum fyrr á þessu ári, samtals um 80,9 milljónum dala. Fram kemur í ársreikningi Eldhrímnis að hagnaður félagsins hafi numið samtals 3,5 milljörðum 2018 en þar munaði langsamlega mest um söluhagnað hlutabréfaeignar að fjárhæð rúmlega 3,39 milljarðar. Heildareignir í lok síðasta árs námu 3,92 milljörðum og eigið fé var um 3,78 milljarðar. Eignir Eldhrímnis samanstóðu einkum af verðbréfum, eða fyrir um þrjá milljarða, og þá nam bókfært virði eignarhluta í ýmsum félögum, meðal annars Florealis, Hval hf. og Matorku, samtals um 700 milljónum. Sonur Ingimundar, Sveinn, var á meðal fyrstu samstarfsmanna Sigurðar þegar hann stofnaði fyrirtækið í New York og hannaði meðal annars umbúðirnar um skyrið. Var Sveinn jafnframt í hópi stærstu hluthafa skyrfyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira