Viðskiptaráð segir brýnt að breyta samkeppnislögum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. september 2019 06:30 Samrunabylgja hefur gengið yfir smásölumarkaðinn á síðustu árum. Fréttablaðið/Ernir Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að ráðist sé í breytingar á samkeppnislögum og framkvæmd þeirra, einkum til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og ná fram eðlilegu jafnvægi milli krafta samkeppni og mikilvægs stærðarhagræðis. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í dag. „Við höfum margbent á að íslensk fyrirtæki lúta strangari samkeppnisreglum og oftar en ekki með meiri ófyrirsjáanleika en fyrirtæki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Slíkt getur hamlað eðlilegri starfsemi og framþróun fyrirtækja og þannig rýrt samkeppnishæfni Íslands sem heild,” segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í samtali við Markaðinn. Í skoðun Viðskiptaráðs er dregin fram sú staðreynd að markaðshlutdeild fyrirtækja með 100 starfsmenn eða fleiri minnkað frá 2012, ekki hvað síst á mikilvægum neytendamörkuðum, þrátt fyrir það að störfum hafi fjölgað og efnahagsumsvif hafi aukist um 24 prósent á tímabilinu. Það gefi vísbendingu um harða samkeppni og að minni fyrirtæki séu að taka til sín aukna markaðshlutdeild af vaxandi efnahagsumsvifum. Bent er á að viðskiptalífið hafi lengi kallað eftir úrbótum á samkeppnislögum og í því samhengi leggur Viðskiptaráð einkum áherslu á fimm atriði í núverandi samkeppnilögum sem ráðið telur nauðsynlegt að endurskoða. Í fyrsta lagi telur Viðskiptaráð brýnt að hækka veltumörk fyrir tilkynningarskyldu samruna. Ef að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 200 milljóna króna ársveltu hér á landi og samanlögð ársvelta allra fyrirtækja sem vilja sameinast er að minnsta kosti tveir milljarðar króna ber þeim skylda að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Samantekt Viðskiptaráðs sýnir að veltuviðmið fyrir samruna á Íslandi séu almennt margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum. Greining Viðskiptaráðs á þeim gögnum Eurostat leiðir enn fremur í ljós að mun hærra hlutfall fyrirtækja á Íslandi þurfi að tilkynna um samruna en á öðrum Norðurlöndum. 110 íslensk fyrirtæki, 3,4 prósent fyrirtækja, ná 2 milljarða króna veltuviðmiði fyrir árið 2016 á meðan hlutfallið sem nær viðmiðum á hinum Norðurlöndunum er á bilinu 0,1-0,9 prósent. „Veltuviðmiðin hafa haldist óbreytt frá 2008 þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Segja má að veltuviðmiðin hafi lækkað um nærri helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það,“ segir í skoðuninni. Að mati Viðskiptaráðs ætti að hækka veltuviðmiðin að minnsta kosti upp í sömu upphæð og þau voru 2008 á verðlagi dagsins í dag. Þá er bent á að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018, en árið 2011 var þessi prósenta aftur á móti um helmingi lægri, eða um 21 prósent. „Það getur ekki talist eðlilegt að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018 og þannig farið ört vaxandi milli ára,” segir Ásta. Hækkun á veltuviðmiðum sé til þess fallin að draga úr áherslu á smærri samrunamál og geti þannig stytt málsmeðferðartíma. Annað atriði sem nefnt er í skoðuninni er að afnema þurfi heimild Samkeppniseftirlitsins að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til dómstóla eða leggja niður áfrýjunarnefndina svo unnt sé að eyða réttaróvissu og þar með draga úr óhagræði. „Ljóst er að sama málið getur því verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir viðkomandi fyriræki. Líkur eru á því að þegar loksins fæst niðurstaða í mál af þessu tagi að forsendur samrunans séu brostnar og viðkomandi fyrirtæki þurfi að hefja samningaferli sitt á ný.“ Hin þrjú atriðin sem nefnd eru í skoðun Viðskiptaráðs eru að heimild Samkeppniseftirlitsins til inngripa í fyrirtæki verði felld niður, undanþágur vegna samstarfs fyrirtækja verði afnumdar og að réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála verði bætt. Þá fagnar Viðskiptaráð því að að samkeppnislöggjöfin sé komin á málefnaskrá Alþingis. „Við höfum væntingar um að staðið verði við gefin fyrirheit sem t.d. var fjallað um í nýgerðum Lífskjarasamningi. Við höfum lagt til nokkrar breytingar en aðalatriðið er að stjórnvöld endurskoði lög og að framkvæmd þeirra sé í takt við tímann og af gefinni reynslu,“ segir Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands telur brýnt að ráðist sé í breytingar á samkeppnislögum og framkvæmd þeirra, einkum til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og ná fram eðlilegu jafnvægi milli krafta samkeppni og mikilvægs stærðarhagræðis. Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í dag. „Við höfum margbent á að íslensk fyrirtæki lúta strangari samkeppnisreglum og oftar en ekki með meiri ófyrirsjáanleika en fyrirtæki í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Slíkt getur hamlað eðlilegri starfsemi og framþróun fyrirtækja og þannig rýrt samkeppnishæfni Íslands sem heild,” segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í samtali við Markaðinn. Í skoðun Viðskiptaráðs er dregin fram sú staðreynd að markaðshlutdeild fyrirtækja með 100 starfsmenn eða fleiri minnkað frá 2012, ekki hvað síst á mikilvægum neytendamörkuðum, þrátt fyrir það að störfum hafi fjölgað og efnahagsumsvif hafi aukist um 24 prósent á tímabilinu. Það gefi vísbendingu um harða samkeppni og að minni fyrirtæki séu að taka til sín aukna markaðshlutdeild af vaxandi efnahagsumsvifum. Bent er á að viðskiptalífið hafi lengi kallað eftir úrbótum á samkeppnislögum og í því samhengi leggur Viðskiptaráð einkum áherslu á fimm atriði í núverandi samkeppnilögum sem ráðið telur nauðsynlegt að endurskoða. Í fyrsta lagi telur Viðskiptaráð brýnt að hækka veltumörk fyrir tilkynningarskyldu samruna. Ef að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 200 milljóna króna ársveltu hér á landi og samanlögð ársvelta allra fyrirtækja sem vilja sameinast er að minnsta kosti tveir milljarðar króna ber þeim skylda að tilkynna samrunann til Samkeppniseftirlitsins. Samantekt Viðskiptaráðs sýnir að veltuviðmið fyrir samruna á Íslandi séu almennt margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum. Greining Viðskiptaráðs á þeim gögnum Eurostat leiðir enn fremur í ljós að mun hærra hlutfall fyrirtækja á Íslandi þurfi að tilkynna um samruna en á öðrum Norðurlöndum. 110 íslensk fyrirtæki, 3,4 prósent fyrirtækja, ná 2 milljarða króna veltuviðmiði fyrir árið 2016 á meðan hlutfallið sem nær viðmiðum á hinum Norðurlöndunum er á bilinu 0,1-0,9 prósent. „Veltuviðmiðin hafa haldist óbreytt frá 2008 þrátt fyrir að verðlag hafi hækkað og hagkerfið stækkað með auknum efnahagsumsvifum. Segja má að veltuviðmiðin hafi lækkað um nærri helming án þess að tekin hafi verið ákvörðun um það,“ segir í skoðuninni. Að mati Viðskiptaráðs ætti að hækka veltuviðmiðin að minnsta kosti upp í sömu upphæð og þau voru 2008 á verðlagi dagsins í dag. Þá er bent á að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018, en árið 2011 var þessi prósenta aftur á móti um helmingi lægri, eða um 21 prósent. „Það getur ekki talist eðlilegt að 40 prósent af tíma Samkeppniseftirlitsins hafi verið varið í samruna árið 2018 og þannig farið ört vaxandi milli ára,” segir Ásta. Hækkun á veltuviðmiðum sé til þess fallin að draga úr áherslu á smærri samrunamál og geti þannig stytt málsmeðferðartíma. Annað atriði sem nefnt er í skoðuninni er að afnema þurfi heimild Samkeppniseftirlitsins að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar Samkeppnismála til dómstóla eða leggja niður áfrýjunarnefndina svo unnt sé að eyða réttaróvissu og þar með draga úr óhagræði. „Ljóst er að sama málið getur því verið inni á borði Samkeppniseftirlitsins svo árum skiptir, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir viðkomandi fyriræki. Líkur eru á því að þegar loksins fæst niðurstaða í mál af þessu tagi að forsendur samrunans séu brostnar og viðkomandi fyrirtæki þurfi að hefja samningaferli sitt á ný.“ Hin þrjú atriðin sem nefnd eru í skoðun Viðskiptaráðs eru að heimild Samkeppniseftirlitsins til inngripa í fyrirtæki verði felld niður, undanþágur vegna samstarfs fyrirtækja verði afnumdar og að réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála verði bætt. Þá fagnar Viðskiptaráð því að að samkeppnislöggjöfin sé komin á málefnaskrá Alþingis. „Við höfum væntingar um að staðið verði við gefin fyrirheit sem t.d. var fjallað um í nýgerðum Lífskjarasamningi. Við höfum lagt til nokkrar breytingar en aðalatriðið er að stjórnvöld endurskoði lög og að framkvæmd þeirra sé í takt við tímann og af gefinni reynslu,“ segir Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira