Bergþór líklega kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2019 14:30 Bergþór Ólason á leið til fundarins í dag. vísir/vilhelm Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15
Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16