Rógburði um Omar sem Trump magnaði upp á Twitter eytt Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 16:19 Omar hefur ítrekað verið skotspónn Trump forseta. Vísir/EPA Tísti þar sem logið var upp á þingkonu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem er múslimi að hún hefði farið að skemmta sér á afmæli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var eytt eftir að Donald Trump forseti hafði áframtíst því til milljóna fylgjenda sinna á miðlinum. Í tístinu sem ekki er lengur aðgengilegt sást Ilham Omar, fulltrúadeildarþingkona demókrata frá Minnesota, dansandi í hópi fólks. Terrence K. Williams, grínisti og stuðningsmaður Trump sem hefur komið fram á Fox News-sjónvarpsstöðinni, fullyrti í tístinu að Omar hefði „skemmt sér á afmæli 11. september“ og setti það í samhengi við að Trump hefði verið gagnrýndur fyrir að spila golf þann dag.SkjáskotTrump áframtísti myndbandinu og fullyrðingum Williams með þeim orðum að Omar ætti eftir að vinna þingsæti í Minnesota fyrir Repúblikanaflokkinn og að hún væri nýtt andlit Demókrataflokksins. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála róttækustu þingmenn flokksins sem helstu málsvara hans. Myndbandið af Omar var þó ekki frá 11. september. Jack Tapper, fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, bendir á að aðgerðasinni hafi tekið myndbandið af Omar að dansa á árlegri ráðstefnu þingflokks svartra þingmanna í Bandaríkjaþingi 13. september. „Þetta er algerlega rangt, þetta er rógburður og veldur örugglega öryggisáhyggjum,“ tísti Tapper.1/ Anatomy of a smear: progressive activist @AdamGreen posts on Sept 13, at a reception for the Congressional Black Caucus annual legislative conference, video of @IlhanMN dancing:https://t.co/sYFKN76rto— Jake Tapper (@jaketapper) September 18, 2019 Þetta er hvorki í fyrsta skipti sem Trump vegur að Omar né sem hann áframtístir vafasömum tístum frá Williams. Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna sem unglingur, var ein fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump gaf í skyn að ættu að fara „til síns heima“ fyrr á þessu ári. Hinar þrjár þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi ummæli forsetans. Þá áframtísti Trump samsæriskenningu frá Williams nýlega um dauða Jeffrey Epstein, auðkýfings sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, sem hengdi sig í fangelsi í New York. Bendlaði grínistinn Bill Clinton við dauða Epstein. Donie O'Sullivan, fréttamaður CNN, segir að talsmaður Twitter hafi fullyrt að Williams hafi sjálfur eytt tístinu um Omar sem Trump áframtísti fyrr í dag.A Twitter spokesperson says @w_terrence deleted the tweet Trump cited earlier this morning. https://t.co/cAQ9ybgHyW— Donie O'Sullivan (@donie) September 18, 2019 Fréttin var uppfærð eftir að talsmaður Twitter staðfesti að Williams hefði sjálfur eytt tístinu um Omar. Upphaflega kom fram í henni að svo virtist sem að Twitter hefði eytt tístinu og að það væri ekki lengur aðgengilegt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00 Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Tísti þar sem logið var upp á þingkonu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sem er múslimi að hún hefði farið að skemmta sér á afmæli hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 var eytt eftir að Donald Trump forseti hafði áframtíst því til milljóna fylgjenda sinna á miðlinum. Í tístinu sem ekki er lengur aðgengilegt sást Ilham Omar, fulltrúadeildarþingkona demókrata frá Minnesota, dansandi í hópi fólks. Terrence K. Williams, grínisti og stuðningsmaður Trump sem hefur komið fram á Fox News-sjónvarpsstöðinni, fullyrti í tístinu að Omar hefði „skemmt sér á afmæli 11. september“ og setti það í samhengi við að Trump hefði verið gagnrýndur fyrir að spila golf þann dag.SkjáskotTrump áframtísti myndbandinu og fullyrðingum Williams með þeim orðum að Omar ætti eftir að vinna þingsæti í Minnesota fyrir Repúblikanaflokkinn og að hún væri nýtt andlit Demókrataflokksins. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála róttækustu þingmenn flokksins sem helstu málsvara hans. Myndbandið af Omar var þó ekki frá 11. september. Jack Tapper, fréttamaður CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, bendir á að aðgerðasinni hafi tekið myndbandið af Omar að dansa á árlegri ráðstefnu þingflokks svartra þingmanna í Bandaríkjaþingi 13. september. „Þetta er algerlega rangt, þetta er rógburður og veldur örugglega öryggisáhyggjum,“ tísti Tapper.1/ Anatomy of a smear: progressive activist @AdamGreen posts on Sept 13, at a reception for the Congressional Black Caucus annual legislative conference, video of @IlhanMN dancing:https://t.co/sYFKN76rto— Jake Tapper (@jaketapper) September 18, 2019 Þetta er hvorki í fyrsta skipti sem Trump vegur að Omar né sem hann áframtístir vafasömum tístum frá Williams. Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom sem flóttamaður til Bandaríkjanna sem unglingur, var ein fjögurra þeldökkra þingkvenna sem Trump gaf í skyn að ættu að fara „til síns heima“ fyrr á þessu ári. Hinar þrjár þingkonurnar fæddust allar í Bandaríkjunum. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmdi ummæli forsetans. Þá áframtísti Trump samsæriskenningu frá Williams nýlega um dauða Jeffrey Epstein, auðkýfings sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, sem hengdi sig í fangelsi í New York. Bendlaði grínistinn Bill Clinton við dauða Epstein. Donie O'Sullivan, fréttamaður CNN, segir að talsmaður Twitter hafi fullyrt að Williams hafi sjálfur eytt tístinu um Omar sem Trump áframtísti fyrr í dag.A Twitter spokesperson says @w_terrence deleted the tweet Trump cited earlier this morning. https://t.co/cAQ9ybgHyW— Donie O'Sullivan (@donie) September 18, 2019 Fréttin var uppfærð eftir að talsmaður Twitter staðfesti að Williams hefði sjálfur eytt tístinu um Omar. Upphaflega kom fram í henni að svo virtist sem að Twitter hefði eytt tístinu og að það væri ekki lengur aðgengilegt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00 Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Áhyggjur af öryggi Omar Demókratar sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs sem og aðrir kjörnir fulltrúar flokksins fordæmdu harkalega í gær hátterni þeirra sem sóttu fjöldafund Donalds Trump forseta í Norður-Karólínu í fyrrinótt. 19. júlí 2019 06:00
Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa freift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina 13. ágúst 2019 22:20