Hægri stjórn sest að völdum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2019 20:11 Formenn stjórnarflokkanna þriggja. Fyrir miðju situr lögmaðurinn Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, til vinstri er Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, og til hægri er Jenis av Rana, formaður Miðflokksins. Mynd/Kringvarp Færeyja. Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Færeyingar hafa fengið nýja landsstjórn, hægri stjórn undir forystu Bárðar á Steig Nielsen, sem er nýr lögmaður Færeyja. Af sjö ráðherrum er aðeins ein kona. Myndir af nýju ráðherrunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Stjórnarskiptin í Færeyjum eru rökrétt afleiðing þingkosninganna fyrir hálfum mánuði þar sem fráfarandi vinstri stjórn missti meirihluta sinn og hafa flokkarnir þrír, sem áður sátu í stjórnarandstöðu, nú formlega tekið við völdum.Bárður á Steig Nielsen er nýr lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, fráfarandi lögmaður og formaður Javnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, fráfarandi sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins.Mynd/Kringvarp Færeyja.Formaður Sambandsflokksins, Bárður á Steig Nielsen, er nýr lögmaður Færeyja. Formaður Fólkaflokksins, Jørgens Niclasen, er varalögmaður og fjármálaráðherra, og formaður Miðflokksins, Jenis av Rana, utanríkis- og menntamálaráðherra. Á fundi Lögþingsins var Jógvan á Lakjuni frá Fólkaflokknum kjörinn nýr þingforseti, jafnframt því sem stjórnarsáttmálinn og ráðherrarnir voru kynntir. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn fá þrjá ráðherra hvor en Miðflokkurinn einn ráðherra.Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra, til hægri, er eina konan í nýrri landsstjórn Færeyja.Mynd/Kringvarp Færeyja.Jacob Vestergaard er nýr sjávarútvegsráðherra, Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra, en hann var lögmaður Færeyja um sjö ára skeið, frá 2008 til 2015, Helgi Abrahamsen fer með atvinnu- og umhverfismálin en eina konan í nýju landsstjórninni er Elsebeth Mercedis Gunnleygsdóttir félagsmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01 Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15 Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Samkomulag í höfn í Færeyjum Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar. 13. september 2019 16:01
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stjórnin féll í Færeyjum Stjórnarflokkarnir í Færeyjum misstu meirihluta sinn í þingkosningunum sem fram fóru á laugardag. 2. september 2019 07:15
Bakslag í viðræðurnar Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn. 13. september 2019 06:15
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18