Sameinumst fyrir framtíðina Sigrún Jónsdóttir skrifar 19. september 2019 08:02 Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun