Hefja aðgerðir gegn matarsóun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 21:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur hrint af stað verkefnum sem ætlað er að draga úr matarsóun. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar. Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar. Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum. Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna. „Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47 Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22 Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem ætlað er að vinna gegn matarsóun. Eru verkefnin liður í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og verða þau í umsjón Umhverfisstofnunar. Að því er fram kemur á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er eitt verkefnið könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar. Sambærilegar kannanir voru gerðar árin 2015 og 2017 en markmið könnunarinnar nú er meðal annars að rannsaka hvort viðhorf til matarsóunar hefur breyst á undanförnum misserum. Auk þess verður efnt til viðburðar um matarasóun „þar sem verður boðið upp á veitingar úr illseljanlegum, „útlitsgölluðum“ en bragðgóðum matvörum í þeim tilgangi að vekja athygli á hve miklum matvælum við sóum árlega,“ að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá verður auknu fé veitt í kynningu og fræðslu um matarsóun, rekstur vefsins matarsoun.is tryggður áfram og ráðist í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna. „Verkefnið felst í að gera athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega kröfur sem ekki eru nauðsynlegar m.t.t. matvælaöryggis sem gætu ýtt undir matarsóun. Í framhaldinu verði gripið til ráðstafana til að samræma eftirlitið í því skyni að tryggja að einungis verði gerðar þær kröfur sem nauðsynlegar eru vegna matvælaöryggis,“ segir í tilkynningu.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47 Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22 Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sex ráð til unga fólksins sem vill breyta heiminum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem látið hefur til sín taka í umræðu um loftslagsmál undanfarin misseri hefur tekið saman ráð til fólks sem vill breyta heiminum til hins betra. 28. ágúst 2019 14:47
Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. 24. ágúst 2019 21:22
Ferðalag bananans skoðað í þaula Björn og Johanna unnu saman að sýningu sem sýnir ferðalag banana frá Ekvador til landsins. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. 27. ágúst 2019 08:30