Ný þungunarrofslög taka gildi í dag Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 09:15 Frá atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Vísir/Vilhelm Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þungunarrof tók gildi í dag. Lögin voru samþykkt þann 13. maí síðastliðinn og heimila þungunarrof fram að 22. viku þungunar. Frumvarpið var afar umdeilt og var tvísýnt á tímabili hvort frumvarpið yrði samþykkt. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins lögðust gegn frumvarpinu sem og átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Flokkurinn var þannig klofinn í afstöðu sinni en fjórir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með á meðan tveir voru fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, yngsti meðlimur þingflokksins, var þó afdráttarlaus í afstöðu sinni og sagðist styðja aukinn rétt kvenna í þessari ákvarðanatöku.Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Það má því segja að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings meðal ungra og frjálslyndra. Ungir Sjálfstæðismenn fögnuðu samþykktinni í ályktun og þeir flokkar sem almennt kenna sig við frjálslyndari væng stjórnmálanna lögðust á eitt og greiddu atkvæði með samþykkt þess.Stuðningsmenn frumvarpsins voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.Vísir/VilhelmÞegar atkvæðagreiðsla fór fram fjölmenntu stuðningsmenn á áhorfendapalla Alþingis til þess að fylgjast með því sem margir sögðu vera sögulega stund fyrir ákvörðunarrétt kvenna hér á landi. Það væri mikilvægt að ákvörðunarrétturinn væri færður yfir í hendur kvenna, enda væru þær best til þess fallnar að taka slíka ákvörðun. Eftir að lögin taka gildi í dag mun barnshafandi einstaklingum vera heimilt að undirgangast þungunarrof fram að lokum 22. viku þungunar þó tekið sé fram að æskilegt sé að slíkt sé gert fyrir tólftu viku þungunar eða eins fljótt og auðið er. Í fyrsta kafla laganna er greint frá því markmiði að tryggja sjálfsforræði kvenna og að þeim sé veittur öruggur aðgangur að heilbrigðisþjónustu.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30 Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ný lög um þungunarrof voru samþykkt á Alþingi í gær. Frá og með september hafa konur fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. 14. maí 2019 06:00
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15
Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. 14. maí 2019 12:30
Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. 15. maí 2019 11:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent