Stephen Curry hársbreidd frá holu í höggi hjá Keili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 11:11 Stephen Curry með félaga sínum fyrir framan klúbbhúsið á Hvaleyrarvelli. Mynd/Heimasíða Keilis Bandaríska körfuboltastjarnan Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt konu sinni Ayeshu og skellti sér í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, staðfesti heimsókn Stephen Curry á Hvaleyrarvöllinn en hann skráði sig undir öðru nafni og enginn mátti segja frá heimsókninni fyrr en hann var farinn. „Hann kom og spilaði hérna. Hann var í skýjunum með völlinn,“ sagði Ólafur en Stephen Curry er mikill golfáhugamaður og mjög öflugur kylfingur með núll í forgjöf. „Hann spilaði völlinn á einu höggi undir pari og spilaði rosalega vel,“ sagði Ólafur Þór. Hvaleyrarvöllur er ekki auðveldur völlur og Curry að spila hann í fyrsta sinn.„What a beautiful golf course“ Stephen Curry er ein mesta þriggja stiga allra tíma í NBA-deildinni, þrefaldur NBA-meistari með Golden State Warriors og var kosinn tvisvar besti leikmaður NBA-deildarinnar. Íþróttamennirnir verða heldur ekkert mikið frægari eða vinsælli en hinn dagfarsprúði Stephen Curry. En hver var upplifun Stephen Curry af vellinum? „Mér skilst það að hann hafi ekki sagt annað en „what a beautiful golf course“,“ sagði Ólafur Þór „Honum fannst þetta vera svolítið geggjað umhverfi. Það sem er merkilegt við íslenskt golf er umhverfið og grófleiki svæðisins við golfvöllinn. Hann fékk líka fínt veður því það var dúnalogn,“ sagði Ólafur en hvernig kom þetta til? „Hann bókaði sig undir dulnefni. Þetta er gæi sem hefur áhuga á golfi og var búinn að kanna það hvaða velli væri þess virði að fara að skoða og hvaða völl hann vildi spila,“ sagði Ólafur. Hvaleyrarvöllurinn vekur alltaf mikla athygli enda frábær völlur og þá er staðsetningin ekki að spila fyrir. Erlendir gestir á Íslandi keyra nefnilega fram hjá honum á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli og inn í Reykjavík. „Við erum með í kringum 700 til 800 erlenda gesti hér á ári. Þessir heimsfrægu koma alveg inn. Þetta er eina fólkið sem virðist hafa efni á að koma hingað orðið,“ sagði Ólafur í léttum tón og bætti við: „Það er svolítið um efnameira fólk að koma. Við höfum alveg tekið eftir því,“ sagði Ólafur.Frábært högg á tíundu „Ég er rosalega ánægður með að hann skildi velja Hvaleyrarvöll og við vöndum okkur rosalega mikið þegar svona kemur upp. Ég fékk símtal um þetta klukkan tíu í gærmorgun og þá átti hann tíma klukkan 10.40. Það var þá sagt við mig að það væri mjög frægur íþróttamaður að koma til okkar,“ sagði Ólafur. „Mér datt í strax hug Stephen Curry af því að ég vissi að hann væri á landi og að hann hefði mikinn áhuga á golfi. Þá var bara lagt upp með það að hann yrði hérna eins og annað fólk. Við létum það ekkert fréttast út,“ sagði Ólafur. Stephen Curry var nálægt því að gera þennan golfhring enn eftirminnilegri. „Hann var nálægt því að fara holu í höggi á tíundu. Það hefði verið í lagi,“ sagði Ólafur. Golf Hafnarfjörður Íslandsvinir NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríska körfuboltastjarnan Stephen Curry er staddur á Íslandi ásamt konu sinni Ayeshu og skellti sér í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, staðfesti heimsókn Stephen Curry á Hvaleyrarvöllinn en hann skráði sig undir öðru nafni og enginn mátti segja frá heimsókninni fyrr en hann var farinn. „Hann kom og spilaði hérna. Hann var í skýjunum með völlinn,“ sagði Ólafur en Stephen Curry er mikill golfáhugamaður og mjög öflugur kylfingur með núll í forgjöf. „Hann spilaði völlinn á einu höggi undir pari og spilaði rosalega vel,“ sagði Ólafur Þór. Hvaleyrarvöllur er ekki auðveldur völlur og Curry að spila hann í fyrsta sinn.„What a beautiful golf course“ Stephen Curry er ein mesta þriggja stiga allra tíma í NBA-deildinni, þrefaldur NBA-meistari með Golden State Warriors og var kosinn tvisvar besti leikmaður NBA-deildarinnar. Íþróttamennirnir verða heldur ekkert mikið frægari eða vinsælli en hinn dagfarsprúði Stephen Curry. En hver var upplifun Stephen Curry af vellinum? „Mér skilst það að hann hafi ekki sagt annað en „what a beautiful golf course“,“ sagði Ólafur Þór „Honum fannst þetta vera svolítið geggjað umhverfi. Það sem er merkilegt við íslenskt golf er umhverfið og grófleiki svæðisins við golfvöllinn. Hann fékk líka fínt veður því það var dúnalogn,“ sagði Ólafur en hvernig kom þetta til? „Hann bókaði sig undir dulnefni. Þetta er gæi sem hefur áhuga á golfi og var búinn að kanna það hvaða velli væri þess virði að fara að skoða og hvaða völl hann vildi spila,“ sagði Ólafur. Hvaleyrarvöllurinn vekur alltaf mikla athygli enda frábær völlur og þá er staðsetningin ekki að spila fyrir. Erlendir gestir á Íslandi keyra nefnilega fram hjá honum á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli og inn í Reykjavík. „Við erum með í kringum 700 til 800 erlenda gesti hér á ári. Þessir heimsfrægu koma alveg inn. Þetta er eina fólkið sem virðist hafa efni á að koma hingað orðið,“ sagði Ólafur í léttum tón og bætti við: „Það er svolítið um efnameira fólk að koma. Við höfum alveg tekið eftir því,“ sagði Ólafur.Frábært högg á tíundu „Ég er rosalega ánægður með að hann skildi velja Hvaleyrarvöll og við vöndum okkur rosalega mikið þegar svona kemur upp. Ég fékk símtal um þetta klukkan tíu í gærmorgun og þá átti hann tíma klukkan 10.40. Það var þá sagt við mig að það væri mjög frægur íþróttamaður að koma til okkar,“ sagði Ólafur. „Mér datt í strax hug Stephen Curry af því að ég vissi að hann væri á landi og að hann hefði mikinn áhuga á golfi. Þá var bara lagt upp með það að hann yrði hérna eins og annað fólk. Við létum það ekkert fréttast út,“ sagði Ólafur. Stephen Curry var nálægt því að gera þennan golfhring enn eftirminnilegri. „Hann var nálægt því að fara holu í höggi á tíundu. Það hefði verið í lagi,“ sagði Ólafur.
Golf Hafnarfjörður Íslandsvinir NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira