Golf

Hulda Clara og Aron Snær Ís­lands­meistarar í golfi

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi 2024 en þau eru bæði í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í annað sinn sem þau fagna þessum titli en þau sigruðu bæði í fyrsta sinn árið 2021.

Golf

Schauffele sigldi sigrinum heim

Hinn bandaríski Xander Schauffele stóð uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en leikið var við töluvert krefjandi aðstæður í Skotlandi um helgina.

Golf

McIlroy segist ekki hafa ráðið við vindinn

Bið Rorys McIlroy eftir sigri á risamóti lengist enn en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem nú stendur yfir. Norður-Írinn segir að vindurinn í Skotlandi hafi sett stórt strik í reikning hans.

Golf

Böðvar Bragi sló vallar­metið á Hólmsvelli

Böðvar Bragi Pálsson átti hreint út sagt magnaðan dag þegar annar hringur á Íslandsmótinu í golfi var spilaður. Að þessu sinni fer mótið fram á Hólmsvelli í Leiru og gerði Böðvar Bragi sér lítið fyrir og sló vallarmetið.

Golf

Brown leiðir eftir fyrsta hring

Daniel Brown frá Englandi trónir á toppnum þegar fyrsta hring á Opna meistaramótinu í golfi er lokið. Hann lék fyrsta hringinn á sex höggum undir pari.

Golf

Sigurður Arnar og Aron Snær jafnir eftir dag eitt

Aron Snær Júlíusson og Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG, leiða eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi. Mótið fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Sá er örlítið breyttur en hann er par 71 í dag í stað 72.

Golf

Eva í for­ystu eftir fyrsta hring

Eva Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar er með þriggja högga forystu í kvennaflokki þegar fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi er lokið. Mótið hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru.

Golf

Sturluðust allir úr gleði þegar mynd­band náðist af Ágústi fara holu í höggi

„Þetta var hreinlega mögnuð tilfinning, ég verð að viðurkenna það. Þetta sló mann alveg og það var lítið sagt í golfbílnum eftir þessa holu, það er smá spennufall sem fylgir þessu,“ segir kylfingurinn Ágúst Freyr Hallsson sem náði því merkilega afreki að fara holu í höggi seint á síðasta ári á 17. holunni á Campoamor á Spáni.

Golf