Bíllausir fá ódýrari klippingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2019 15:30 Eyrún Guðmundsdóttir eigandi hárgreiðslustofunnar Skuggafall. Vísir/Vilhelm „Mig langaði að umbuna fólki fyrir að taka strætó, hjóla eða labba í stað þess að keyra til okkar,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir eigandi Skuggafall hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Tilkynnt var á samfélagsmiðlum stofunnar í gær að hér eftir fá viðskiptavinir afslátt á mánudögum ef þeir nota vistvænan ferðamáta þegar þeir koma í klippingu. Á svokölluðum „grænum mánudögum“ er 20 prósent afsláttur af klippingu fyrir þá sem ganga, hjóla eða ferðast með strætisvagni. „Við höfum prófað þetta áður og viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að gera þetta varanlegt,“ útskýrir Eyrún. Hárgreiðslustofan var opnuð í júlí á þessu ári og var það alltaf markmið Eyrúnar að reyna að gera það með umhverfisvænum hætti. „Við keyptum húsgögn sem eru gerð úr endurunnum efnum. Við notum líka hárvörur frá Davines sem eru einstaklega umhverfisvænar.“Viðskiptavinir mæta með tóma brúsa Eyrún segir að viðskiptavinir geti fengið pappírspoka undir vörurnar sem þeir kaupa, en prentar ekki út kvittanir nema að fólk óski sérstaklega eftir því. Svo reynir hún að hvetja fólk til þess að fylla á hárvörurnar sínar í stað þess að kaupa alltaf nýjar umbúðir í hvert skipti sem þær klárast.Eyrún er ánægð með viðbrögðin og vonar að í framtíðinni komi enginn akandi til þeirra í klippingu á mánudögum. Vísir/Vilhelm„Við bjóðum viðskiptavinum upp á að taka með sér sitt eigið ílát og kaupa þannig sjampó og aðrar hárvörur umbúðalaust,“ segir Eyrún. Að hennar mati ættu enn fleiri fyrirtæki að taka þetta skref. „Við erum langt á eftir. Í öðrum löndum hefur svo lengi verið hægt að koma með eigið ílát til þess að kaupa hveiti, sykur, kjöt og fleira í verslunum.“ Það var auðvelt fyrir Eyrúnu að finna húsgögn og vörur í takt við þá umhverfisvænu stefnu sem hún hafði sett sér og fyrirtækinu. Það er þó ýmislegt sem þyrfti að bæta. „Mér finnst að það mætti vera auðveldara fyrir lítil fyrirtæki að flokka sorpið ítarlega. Ég flokka allt sér, meira að segja hárið.“ Eyrún hvetur aðrar hárgreiðslustofur til að bjóða upp á svona umhverfisafslátt en segist alls ekki vera að setja út á að aðrir geri of lítið. Það sé ekki rétta lausnin að predika yfir öðrum heldur sé betra að hvetja aðra áfram með því að taka sjálfur umhverfisvæn skref í rétta átt. „Viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt.“ Hafnarfjörður Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47 Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Mig langaði að umbuna fólki fyrir að taka strætó, hjóla eða labba í stað þess að keyra til okkar,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir eigandi Skuggafall hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Tilkynnt var á samfélagsmiðlum stofunnar í gær að hér eftir fá viðskiptavinir afslátt á mánudögum ef þeir nota vistvænan ferðamáta þegar þeir koma í klippingu. Á svokölluðum „grænum mánudögum“ er 20 prósent afsláttur af klippingu fyrir þá sem ganga, hjóla eða ferðast með strætisvagni. „Við höfum prófað þetta áður og viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að gera þetta varanlegt,“ útskýrir Eyrún. Hárgreiðslustofan var opnuð í júlí á þessu ári og var það alltaf markmið Eyrúnar að reyna að gera það með umhverfisvænum hætti. „Við keyptum húsgögn sem eru gerð úr endurunnum efnum. Við notum líka hárvörur frá Davines sem eru einstaklega umhverfisvænar.“Viðskiptavinir mæta með tóma brúsa Eyrún segir að viðskiptavinir geti fengið pappírspoka undir vörurnar sem þeir kaupa, en prentar ekki út kvittanir nema að fólk óski sérstaklega eftir því. Svo reynir hún að hvetja fólk til þess að fylla á hárvörurnar sínar í stað þess að kaupa alltaf nýjar umbúðir í hvert skipti sem þær klárast.Eyrún er ánægð með viðbrögðin og vonar að í framtíðinni komi enginn akandi til þeirra í klippingu á mánudögum. Vísir/Vilhelm„Við bjóðum viðskiptavinum upp á að taka með sér sitt eigið ílát og kaupa þannig sjampó og aðrar hárvörur umbúðalaust,“ segir Eyrún. Að hennar mati ættu enn fleiri fyrirtæki að taka þetta skref. „Við erum langt á eftir. Í öðrum löndum hefur svo lengi verið hægt að koma með eigið ílát til þess að kaupa hveiti, sykur, kjöt og fleira í verslunum.“ Það var auðvelt fyrir Eyrúnu að finna húsgögn og vörur í takt við þá umhverfisvænu stefnu sem hún hafði sett sér og fyrirtækinu. Það er þó ýmislegt sem þyrfti að bæta. „Mér finnst að það mætti vera auðveldara fyrir lítil fyrirtæki að flokka sorpið ítarlega. Ég flokka allt sér, meira að segja hárið.“ Eyrún hvetur aðrar hárgreiðslustofur til að bjóða upp á svona umhverfisafslátt en segist alls ekki vera að setja út á að aðrir geri of lítið. Það sé ekki rétta lausnin að predika yfir öðrum heldur sé betra að hvetja aðra áfram með því að taka sjálfur umhverfisvæn skref í rétta átt. „Viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt.“
Hafnarfjörður Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47 Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47
Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00
Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44