Umboðsmaður íbúa og aðstandenda ráðinn til Hrafnistuheimilanna María Fjóla Harðardóttir skrifar 2. september 2019 15:15 Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Sjá meira
Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun