Umboðsmaður íbúa og aðstandenda ráðinn til Hrafnistuheimilanna María Fjóla Harðardóttir skrifar 2. september 2019 15:15 Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun