Fordæmalaust hamfaraveður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 19:15 Fellibylurinn Dorian hefur gert mikinn usla á Bahamaeyjum AP/Gerald Herbert Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00