Sextíu heimilislausir bíða úrræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 12:30 Efnt hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira