Innlent

Ákærður fyrir brot gegn konum sömu nótt á Akranesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meint brot átti sér stað í apríl í fyrra.
Meint brot átti sér stað í apríl í fyrra. Fréttablaðið
Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir brot gegn konum. Annars vegar er um að ræða ákæru fyrir kynferðislega áreitni og hins vegar fyrir líkamsárásir.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Vesturlands í næstu viku. Bæði brotin sem ákært er fyrir áttu sér stað í húsnæði á Akranesi aðfaranótt 17. apríl í fyrra.

Brotið gegn fyrri konunni snýr að kynferðislegri áreitni en manninum er gefið að sök að hafa káfað á brjóstum hennar innanklæða.

Brotið gegn síðari konunni er gróf líkamsárás. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað konuna ítrekað í andlitið og slegið hana með ól með kúlu á endanum. Þá á hann að hafa snúið upp á handlegg hennar, slegið ítrekað í bringu og skorið löngutöng vinstri handar með oddhvössum hlut.

Hlaut hún skurð á löngutöng, mar á hægri framhandlegg og vinstra brjóst, skurð ofan hægri augabrúnar, sár í hársverði á hnakka og mar við vinstra eya auk fleiri áverka.

Fyrri konan gerir kröfu um 2,1 milljónir króna í skaða- og miskabætur auk lögmannskostnaðar úr hendi ákærða upp á tæpar 300 þúsund krónur.

Síðari konan gerir kröfu um þrjár milljónir í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×