Samgönguráðherra endurskoði hug sinn gagnvart Leifsstöð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 07:00 Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun