Eru sjúklingar orðnir söluvara sem hægt er að bjóða þeim sem lægst býður? Gauti Grétarsson skrifar 4. september 2019 07:00 Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum tók Svandís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krónur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynningar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjaldaaukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjaldaaukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúkdómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðuneytið á sama tímabili fjölgað liðskiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og biðlistar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í innkaupum hins opinbera í heilbrigðisþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hagkvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálfunarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunarstöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjónustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikilvægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkraþjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkraþjálfunarstöð á Íslandi er með starfandi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekjublöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkraþjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun