Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2019 10:31 Von er á Mike Pence og eiginkonu hans Karen í Höfða klukkan 13:50 í dag. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira