Fótbolti

Emre Can og Mandzukic komust ekki í Meistaradeildarhóp Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emre Can og Cristiano Ronaldo fagna marki með Mario Mandzukic.
Emre Can og Cristiano Ronaldo fagna marki með Mario Mandzukic. Getty/Gabriele Maltinti
Breiddin mikil hjá liði Juventus og gott dæmi um það eru stóru nöfnin sem þurfa að sætta sig við það að komast ekki í Meistaradeildarhópinn hjá liðinu.

Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, varð að skilja þá Emre Can og Mario Mandzukic eftir þegar hann tilkynnti 22 manna hóp sinn fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Mario Mandzukic skoraði fyrir Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2017 og hinn 25 ára gamli Emre Can kom til Juventus frá Liverpool í júní 2018.





Það leit út fyrir að Mario Mandzukic væri á förum í sumar og var hann meðal annars orðaður við Manchester United.

Fyrirliðinn Giorgio Chiellini er ekki heldur í hópnum en hann glímir við alvarlega hnémeiðsli.

Sex nýir leikmenn Juventus eru í Meistaradeildarhópnum og þar á meðal er velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey sem hefur ekki enn spilað með liðinu á leiktíðinni.

Emre Can tjáði sig um þetta í viðtali við Bild og sagðist vera mjög reiður. „Samtalið okkar stóð varla í eina mínútu og ég fékk enga skýringu,“ sagði Emre Can við blaðamann Bild.

Juventus er í riðli með spænska liðinu Atletico Madrid, þýska liðnu Bayer Leverkusen og rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×