Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. september 2019 18:16 Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09