Sautján mínútna viðtal við Milos: Ræðir um unga íslenska leikmenn og segir Andra Yeoman hinn fullkomna miðjumann Anton Ingi Leifsson skrifar 4. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira. Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Sjá meira