Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?