Lífið

Billie Eilish varpar ljósi á hlýnun jarðar í sláandi myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eilish er einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag.
Eilish er einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag.
Ungstirnið Billie Eilish gaf í gær út nýtt tónlistarmyndband við lagið all the good girls go to hell. Myndbandið var tekið upp í Los Angeles og var það Rich Lee sem leikstýrði því.

Eilish er sautján ára gömul og vakti fyrst athygli með laginu Bad Guy. Myndbandið er nokkuð grafískt og fjallar augljóslega um hlýnun jarðar og þau vandamál sem koma í kjölfarið.

Þegar myndbandið fór í loftið birti Eilish yfirlýsingu á Instagram og þar kom þetta fram: „Núna eru milljónir manna um allan heim að grátbiðja þjóðarleiðtoga að hlusta. Jörðin er öll að hitna, ís að bráðna, yfirborð sjávar að hækka, lífríkið allt í mikilli hættu og skógar að brenna.“

Hún heldur áfram:

„Þann 23.september munu Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir ráðstefnu þar sem þessi mál verða á dagskrá. Tíminn er að renna út,“ segir Eilish sem bendir fólki á að tjá sig um málið með því að nota kassamerkið #climatestrike

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×