Bónusröddin þagnar Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2019 09:00 Bjarni Dagur kveður Bónus eftir tæpa tvo áratugi. Hans þýða rödd mun ekki lengur segja okkur að Bónus bjóði betur. Bjarni Dagur Bónus býður ekki lengur betur. Eða öllu heldur: Bónus mun ekki bjóða betur lengur með sjálfri Bónus-röddinni, þessari einu sönnu sem svo margir þekkja án þess kannski að gera sér grein fyrir því. „Bónus, ekkert bruðl.“ Bjarni Dagur hefur verið Bónusröddin nú í hartnær tuttugu ár. Og sem slíkur hluti hljóðmyndar hversdagsins sem Íslendingum er töm. Þessa rödd í því samhengi þekkir hvert mannsbarn, án þess þó að leiða hugann að því sérstaklega.Einhver nýr markaðsmaður sem vill breyta „Já, það virðist vera kominn einhver nýr markaðsmaður til starfa og vill breyta,“ segir Bjarni Dagur í samtali við Vísi. Hann hefur sínar efasemdir um hversu mikið gagn það má gera að breyta til að breyta. Og spyr hvort Toyota myndi láta sér til hugar koma að láta Egil Ólafsson hætta að lesa skilaboð frá því fyrirtæki? Nei. Eða Hinrik bróður Egils sem les fyrir Íslenskt grænmeti: „Þú veist hvaðan það kemur.“ Bjarni hefur starfað lengi í auglýsingabransanum. „Og þar hittir maður reglulega fyrir fólk nýtt í markaðsfræðum sem telur sig vera að finna upp hjólið. Skiptum um rödd! Frískum þetta upp. Fáum einhver annan til að lesa.“ En, kjúklingur er kjúklingur og fólk þarf að vita kílóverðið. Það breytist ekki. Og, Bónus býýýður betur.Bónusröddin er þögnuð og óvíst hvað tekur við Tíminn líður. Bjarni Dagur er orðinn 69 ára gamall og því orðinn ellilífeyrisþegi. Bjarni er búsettur á Selfossi en hefur fengið aðstöðu hjá Útvarpi Suðurlands til að taka upp auglýsingar fyrir Bónus með reglubundnum hætti. Bjarni segir lífeyrinn þannig að samningurinn við Bónus skiptir hann verulegu máli. En, sá samningur rennur út í þessum mánuði og Bónusröddin er þögnuð. Hvað og hvort eitthvað taki við hjá Bjarna liggur ekki fyrir. Hann hefur látið auglýsingamenn vita af sér en ekkert hefur komið út úr því. Ekki enn. Klippa: Bjarni Dagur Bónusrödd Bjarni hóf sinn feril sem markaðs- og auglýsingamaður fyrir margt löngu en var á tímabili auk þess vinsæll útvarpsmaður. Hann starfaði á Bylgjunni og varð ekki síst þekktur fyrir þætti um kántrí-tónlist þar og einnig á Rás 2.Hitti Jóhannes í heita pottinum En, hvernig kom það til að Bjarni gerðist sjálf Bónus-röddin? Bjarni segir að Jóhannesi heitnum í Bónus hafi verið það einkar lagið að koma sér í viðtal í hinum ýmsu útvarpsþáttum, hjá sér og öðrum. Enda oft með eitt og annað nýtt á prjónum á sviði matvöruverslunar. Þeir hafi því verið málkunnugir. Svo var það fyrir um 17 árum þegar þeir hittust í heita pottinum í sundlauginni á Nesinu. Bjarni spurði Jóhannes af hverju hann væri ekki með auglýsingar í útvarpinu? Jóhannes sagðist auglýsa eitthvað þar en Bjarni sagði lesnar auglýsingar ekki það sama og útvarpsauglýsingar. Það sem Jóhannes þyrfti væri rödd, sem segði fólki að fara í Bónus. Því þar væri heill kjúklingur á 759 krónur kílóið. Epli og appelsínur.Bónusröddin fæðist Jóhannesi þótti þetta athyglisvert og það varð að ráði að Bjarni fór heim til sín, þar sem hann var með upptökugræjur, samdi útvarpsauglýsingu, prufu við tónlist sem hann fann á netinu og sendi Jóhannesi. „Hann hringdi í mig og sagði mér að hann væri búinn að leyfa Jóni Ásgeiri að heyra þetta og honum þætti þetta bráðsniðugt.“Jóhannes Jónsson sem jafnan var kenndur við Bónus var frumkvöðull á sviði matvöruverslunar á Íslandi. Bjarni hitti hann í heita pottinum og Jóhannes samþykkti að láta á hugmynd Bjarna reyna.visir/vilhelmOg það varð úr, tengingum kastað. Bjarni segir að enginn í matvöruverslun hafi verið að auglýsa með þessum hætti á þeim tíma en Bjarni útbjó stúdíó í kjallaranum heima hjá sér og fór að búa til auglýsingar. „Íííííí Bónus. Þetta var regla sem ég hafði lesið um að virkaði. Að leggja áherslu á „í“. Og verðið selur, þeir feðgar voru mér sammála í því.“ Lengi sat Bónus eitt að þessari aðferð, það er að tala beint til viðskiptavina í útvarpi en seinna komu aðrar matvöruverslanir inn með svipuðum hætti. Bjarni segir þetta langan tíma og margs sé að minnast. Þetta hafi vissulega verið álag að gera reglulegar auglýsingar og skila fullunnum.Guðmundur segir farsælu samstarfi lokið og ljóst að hann á eftir að sakna Bjarna enda hefur hann ótrúlega ljúfa rödd.fbl/stefánKvenrödd tekur við af Bjarna Bjarni vill ekki gera of mikið úr því að þetta sé ríkur hluti af sjálfsmynd hans, þá það að vera sjálf Bónus-röddin. Hann kann þó að segja skemmtilegar sögur af því þegar fólk sem heyrir í honum kannast við hann en kemur honum ekki alveg fyrir sig. Nema, stundum og þá er gaman. „Ert þú Bónusröddin?“ spyr það þá í forundran. Vísir hringdi í Guðmund Marteinsson framkvæmdastjóra Bónuss og spurði hvort þetta væri tilfellið, að Bjarni væri að hætta og hann sagði svo vera. En, það væri nú meira og minna á könnu markaðsstjórans. „Þetta eru eðlilegar breytingar,“ segir Guðmundur og missir það út úr sér að það verði kvenrödd sem taki við af Bjarna. En vill ekki fara nánar út í þá sálma að kynna nýja Bónusrödd til sögunnar hér og nú. En, það er ljóst að Guðmundur sjálfur á eftir að sakna Bjarna. „Þetta hefur verið gott og farsælt samstarf. Hann hefur rosalega fína og ljúfa rödd kallinn, það er ekki nokkur spurning. Hann er skemmtilegur og mikill húmoristi. En, allt tekur enda. Yngra fólk kemur og tekur við, þetta er bara partur af því. Svo sjáum við hvernig það kemur út.“ Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira
Bónus býður ekki lengur betur. Eða öllu heldur: Bónus mun ekki bjóða betur lengur með sjálfri Bónus-röddinni, þessari einu sönnu sem svo margir þekkja án þess kannski að gera sér grein fyrir því. „Bónus, ekkert bruðl.“ Bjarni Dagur hefur verið Bónusröddin nú í hartnær tuttugu ár. Og sem slíkur hluti hljóðmyndar hversdagsins sem Íslendingum er töm. Þessa rödd í því samhengi þekkir hvert mannsbarn, án þess þó að leiða hugann að því sérstaklega.Einhver nýr markaðsmaður sem vill breyta „Já, það virðist vera kominn einhver nýr markaðsmaður til starfa og vill breyta,“ segir Bjarni Dagur í samtali við Vísi. Hann hefur sínar efasemdir um hversu mikið gagn það má gera að breyta til að breyta. Og spyr hvort Toyota myndi láta sér til hugar koma að láta Egil Ólafsson hætta að lesa skilaboð frá því fyrirtæki? Nei. Eða Hinrik bróður Egils sem les fyrir Íslenskt grænmeti: „Þú veist hvaðan það kemur.“ Bjarni hefur starfað lengi í auglýsingabransanum. „Og þar hittir maður reglulega fyrir fólk nýtt í markaðsfræðum sem telur sig vera að finna upp hjólið. Skiptum um rödd! Frískum þetta upp. Fáum einhver annan til að lesa.“ En, kjúklingur er kjúklingur og fólk þarf að vita kílóverðið. Það breytist ekki. Og, Bónus býýýður betur.Bónusröddin er þögnuð og óvíst hvað tekur við Tíminn líður. Bjarni Dagur er orðinn 69 ára gamall og því orðinn ellilífeyrisþegi. Bjarni er búsettur á Selfossi en hefur fengið aðstöðu hjá Útvarpi Suðurlands til að taka upp auglýsingar fyrir Bónus með reglubundnum hætti. Bjarni segir lífeyrinn þannig að samningurinn við Bónus skiptir hann verulegu máli. En, sá samningur rennur út í þessum mánuði og Bónusröddin er þögnuð. Hvað og hvort eitthvað taki við hjá Bjarna liggur ekki fyrir. Hann hefur látið auglýsingamenn vita af sér en ekkert hefur komið út úr því. Ekki enn. Klippa: Bjarni Dagur Bónusrödd Bjarni hóf sinn feril sem markaðs- og auglýsingamaður fyrir margt löngu en var á tímabili auk þess vinsæll útvarpsmaður. Hann starfaði á Bylgjunni og varð ekki síst þekktur fyrir þætti um kántrí-tónlist þar og einnig á Rás 2.Hitti Jóhannes í heita pottinum En, hvernig kom það til að Bjarni gerðist sjálf Bónus-röddin? Bjarni segir að Jóhannesi heitnum í Bónus hafi verið það einkar lagið að koma sér í viðtal í hinum ýmsu útvarpsþáttum, hjá sér og öðrum. Enda oft með eitt og annað nýtt á prjónum á sviði matvöruverslunar. Þeir hafi því verið málkunnugir. Svo var það fyrir um 17 árum þegar þeir hittust í heita pottinum í sundlauginni á Nesinu. Bjarni spurði Jóhannes af hverju hann væri ekki með auglýsingar í útvarpinu? Jóhannes sagðist auglýsa eitthvað þar en Bjarni sagði lesnar auglýsingar ekki það sama og útvarpsauglýsingar. Það sem Jóhannes þyrfti væri rödd, sem segði fólki að fara í Bónus. Því þar væri heill kjúklingur á 759 krónur kílóið. Epli og appelsínur.Bónusröddin fæðist Jóhannesi þótti þetta athyglisvert og það varð að ráði að Bjarni fór heim til sín, þar sem hann var með upptökugræjur, samdi útvarpsauglýsingu, prufu við tónlist sem hann fann á netinu og sendi Jóhannesi. „Hann hringdi í mig og sagði mér að hann væri búinn að leyfa Jóni Ásgeiri að heyra þetta og honum þætti þetta bráðsniðugt.“Jóhannes Jónsson sem jafnan var kenndur við Bónus var frumkvöðull á sviði matvöruverslunar á Íslandi. Bjarni hitti hann í heita pottinum og Jóhannes samþykkti að láta á hugmynd Bjarna reyna.visir/vilhelmOg það varð úr, tengingum kastað. Bjarni segir að enginn í matvöruverslun hafi verið að auglýsa með þessum hætti á þeim tíma en Bjarni útbjó stúdíó í kjallaranum heima hjá sér og fór að búa til auglýsingar. „Íííííí Bónus. Þetta var regla sem ég hafði lesið um að virkaði. Að leggja áherslu á „í“. Og verðið selur, þeir feðgar voru mér sammála í því.“ Lengi sat Bónus eitt að þessari aðferð, það er að tala beint til viðskiptavina í útvarpi en seinna komu aðrar matvöruverslanir inn með svipuðum hætti. Bjarni segir þetta langan tíma og margs sé að minnast. Þetta hafi vissulega verið álag að gera reglulegar auglýsingar og skila fullunnum.Guðmundur segir farsælu samstarfi lokið og ljóst að hann á eftir að sakna Bjarna enda hefur hann ótrúlega ljúfa rödd.fbl/stefánKvenrödd tekur við af Bjarna Bjarni vill ekki gera of mikið úr því að þetta sé ríkur hluti af sjálfsmynd hans, þá það að vera sjálf Bónus-röddin. Hann kann þó að segja skemmtilegar sögur af því þegar fólk sem heyrir í honum kannast við hann en kemur honum ekki alveg fyrir sig. Nema, stundum og þá er gaman. „Ert þú Bónusröddin?“ spyr það þá í forundran. Vísir hringdi í Guðmund Marteinsson framkvæmdastjóra Bónuss og spurði hvort þetta væri tilfellið, að Bjarni væri að hætta og hann sagði svo vera. En, það væri nú meira og minna á könnu markaðsstjórans. „Þetta eru eðlilegar breytingar,“ segir Guðmundur og missir það út úr sér að það verði kvenrödd sem taki við af Bjarna. En vill ekki fara nánar út í þá sálma að kynna nýja Bónusrödd til sögunnar hér og nú. En, það er ljóst að Guðmundur sjálfur á eftir að sakna Bjarna. „Þetta hefur verið gott og farsælt samstarf. Hann hefur rosalega fína og ljúfa rödd kallinn, það er ekki nokkur spurning. Hann er skemmtilegur og mikill húmoristi. En, allt tekur enda. Yngra fólk kemur og tekur við, þetta er bara partur af því. Svo sjáum við hvernig það kemur út.“
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira