Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 23:45 Larry Nassar braut á hundruð kvenna, meðal annars í starfi sínu fyrir Ríkisháskólann í Michigan. Vísir/EPA Menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sektaði Ríkisháskóla Michigan um 4,5 milljónir dollara, jafnvirði rúms hálfs milljarðs íslenskra króna, fyrir að hafa brugðist nemendum þar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Larry Nassar, fyrrverandi læknis fimleikalandsliðs Bandaríkjanna. Sektin er sú hæsta sinnar tegundar. Nassar starfaði sem íþróttalæknir við háskólann. Hann hefur verið sakaður um að hafa beitt fleiri en 350 konur kynferðislegu ofbeldi og var dæmdur í 300 ára fangelsi samtals fyrir að hafa misnotað ungar fimleikakonur, margar þeirra í gegnum störf hans fyrir háskólann í Michigan.Reuters-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi talið að ríkisháskólinn hafi ekki brugðist nægilega við kvörtunum undan Nassar. Þannig hafi skólinn látið nemendur búa við kynferðislega hættulegt umhverfi sem takmarkaði aðgang þeirra og getu til að nýta sér menntun sína. Kvartað hafði verið undan Nassar allt frá 10. áratugnum en skólinn lét ekki rannsaka ásakanirnar fyrr en árið 2014. Fyrrverandi yfirmaður Nassar, deildarforsetinn Strampel, var einnig handtekinn í mars í fyrra og ákærður fyrir kynferðisbrot. Hann var dæmdur í ársfangelsi fyrir að vanrækja skyldur sínar og misferli í starfi. Samhliða sektinni féllst háskólinn á að gera breytingar á verklagi sínu og mögulega reka starfsmenn sem gripu ekki til aðgerða þrátt fyrir kvartanir á hendur Nassar og Strampel. Bandaríkin Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Sagði fórnarlömb Larry Nassar njóta þess að vera í sviðsljósinu John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. 21. janúar 2019 15:00 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna sektaði Ríkisháskóla Michigan um 4,5 milljónir dollara, jafnvirði rúms hálfs milljarðs íslenskra króna, fyrir að hafa brugðist nemendum þar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Larry Nassar, fyrrverandi læknis fimleikalandsliðs Bandaríkjanna. Sektin er sú hæsta sinnar tegundar. Nassar starfaði sem íþróttalæknir við háskólann. Hann hefur verið sakaður um að hafa beitt fleiri en 350 konur kynferðislegu ofbeldi og var dæmdur í 300 ára fangelsi samtals fyrir að hafa misnotað ungar fimleikakonur, margar þeirra í gegnum störf hans fyrir háskólann í Michigan.Reuters-fréttastofan segir að ráðuneytið hafi talið að ríkisháskólinn hafi ekki brugðist nægilega við kvörtunum undan Nassar. Þannig hafi skólinn látið nemendur búa við kynferðislega hættulegt umhverfi sem takmarkaði aðgang þeirra og getu til að nýta sér menntun sína. Kvartað hafði verið undan Nassar allt frá 10. áratugnum en skólinn lét ekki rannsaka ásakanirnar fyrr en árið 2014. Fyrrverandi yfirmaður Nassar, deildarforsetinn Strampel, var einnig handtekinn í mars í fyrra og ákærður fyrir kynferðisbrot. Hann var dæmdur í ársfangelsi fyrir að vanrækja skyldur sínar og misferli í starfi. Samhliða sektinni féllst háskólinn á að gera breytingar á verklagi sínu og mögulega reka starfsmenn sem gripu ekki til aðgerða þrátt fyrir kvartanir á hendur Nassar og Strampel.
Bandaríkin Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Sagði fórnarlömb Larry Nassar njóta þess að vera í sviðsljósinu John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. 21. janúar 2019 15:00 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Sagði fórnarlömb Larry Nassar njóta þess að vera í sviðsljósinu John Engler, sem fyrir ári síðan var skipaður rektor Ríkisháskólans í Michigan til bráðabirgða, sagði af sér sem rektor í síðustu viku vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um fórnarlömb læknisins Larry Nassar. 21. janúar 2019 15:00
Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30
Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Skýrsla leiðir í ljós að Larry Nassar fékk fína hjálp frá einstaklingum og stofnunum. 12. desember 2018 10:00