Erfiður vetur Hörður Ægisson skrifar 6. september 2019 07:00 Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun