Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega Björn Þorfinnsson skrifar 6. september 2019 06:15 Hrókeringar í ráðum og nefndum hafa skilað nokkrum borgarfulltrúum miklum launahækkunum. Fréttablaðið/Stefán reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
reykjavik Nýafstaðin kosning í hverfisráð Reykjavíkurborgar tryggði nokkrum borgarfulltrúum væna launahækkun en aðeins einn borgarfulltrúi lækkaði í launum á þessu tímabili, Dóra Björt Guðjónsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum. Ég vel mér frekar ráð eða nefndir eftir áhugasviði mínu en ekki launaumslaginu,“ segir Dóra Björt. Launakjör borgarfulltrúa eru nokkuð flókin í útreikningi og til glöggvunar heldur Reykjavíkurborg út vefsíðu þar sem laun hinna kjörnu eru gefin upp. Upplýsingarnar hafa þó ekki verið uppfærðar í meira en hálft ár þrátt fyrir að vísitöluhækkun hafi gengið í gegn í sumar sem og ýmsar hrókeringar á nefndum og ráðum átt sér stað undanfarnar vikur. Fréttablaðið tók því ómakið af stjórnendum borgarinnar.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki nægilega strategískt þenkjandi þegar kemur að launum.“Borgarfulltrúar fá greidd grunnlaun sem breytast í takt við launavísitölu á hálfs árs fresti, í janúar og í júlí. Í dag eru grunnlaunin 762.995 krónur samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Ofan á launin bætast síðan álagsgreiðslur, upp á 25% ofan á launin, fyrir formennsku í nefndum, formennsku í borgarstjórnarflokki sem og svokallað þriggja nefnda álag. Eins og nafnið gefur til kynna þá eiga borgarfulltrúar rétt á því ef þeir sitja í að minnsta kosti þremur fastanefndum. Þá fá borgarfulltrúar greitt sérstaklega fyrir setu í ráðum sem og ýmsum fyrirtækjum sem Reykjavíkurborg á að fullu eða hluta. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur hækkað mest í launum af borgarfulltrúunum eða um 23,5%. Helgast hækkunin af því að Valgerður var kjörin sem aðalmaður í borgarráð, sem gefur 190 þúsund krónur aukalega á mánuði, auk þess sem hún var í vikunni kjörin í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsársdals. Það þýddi að Valgerður uppfyllir skilyrði um þriggja nefnda álag sem þýðir einnig 190 þúsund krónur aukalega á mánuði. Á móti vék Valgerður úr stjórn Faxaflóahafna sem þýddi tekjutap upp á rúmar 130 þúsund krónur á mánuði. Í heildina eru mánaðarlaun Valgerðar nú 1.199.584 krónur í stað 971 þúsund króna fyrir sjö mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira