Hildur Sverrisdóttir formaður nefndar um útlendingamál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2019 14:49 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur við nefnd um útlendingamál. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi dómsmálaráðherra, hefur skipað Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmann sinn, sem formann þingmannanefndar um málefni útlendinga og innflytjanda. Nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Það er því eitt síðasta verk Þórdísar í því sama embætti að skipa Hildi formann nefndarinnar. Þórdís kynnti skipanina á ríkisstjórnarfundi í morgun og hefur óskað eftir tilnefningum allra þingflokka og fulltrúa forsætis-, félagsmála-, og menntamálaráðuneytis. Hildur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarfulltrúi. Nefndin sem hún kemur til með að stýra á að vera „sameiginlegur vettvangur þingmanna og fulltrúa ráðherra og ráðuneyta fyrir upplýsingaöflun og upplýsingaskipti til að dýpka skilning þingmanna á málaflokknum. Nefndin hefur jafnframt það hlutverk að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Óttarr Proppé, sem þá var þingmaður Bjartrar framtíðar, fór fyrir þverpólitískri þingmannanefnd sem starfaði á árunum 2014 og 2015 og hafði það verkefni að endurskoða heildarlög um útlendinga. Nefndin sem Hildur fer nú fyrir á að vera til samráðs um framkvæmd þeirra sömu laga og eftir atvikum endurskoða þau sem og reglugerðir. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fráfarandi dómsmálaráðherra, hefur skipað Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmann sinn, sem formann þingmannanefndar um málefni útlendinga og innflytjanda. Nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Það er því eitt síðasta verk Þórdísar í því sama embætti að skipa Hildi formann nefndarinnar. Þórdís kynnti skipanina á ríkisstjórnarfundi í morgun og hefur óskað eftir tilnefningum allra þingflokka og fulltrúa forsætis-, félagsmála-, og menntamálaráðuneytis. Hildur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi borgarfulltrúi. Nefndin sem hún kemur til með að stýra á að vera „sameiginlegur vettvangur þingmanna og fulltrúa ráðherra og ráðuneyta fyrir upplýsingaöflun og upplýsingaskipti til að dýpka skilning þingmanna á málaflokknum. Nefndin hefur jafnframt það hlutverk að vera til samráðs um framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoðun laga og reglugerða á málefnasviðinu með mannúðarsjónarmið og skilvirka þjónustu til grundvallar,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Óttarr Proppé, sem þá var þingmaður Bjartrar framtíðar, fór fyrir þverpólitískri þingmannanefnd sem starfaði á árunum 2014 og 2015 og hafði það verkefni að endurskoða heildarlög um útlendinga. Nefndin sem Hildur fer nú fyrir á að vera til samráðs um framkvæmd þeirra sömu laga og eftir atvikum endurskoða þau sem og reglugerðir.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira