Erlendur karlmaður um fimmtugt keyrði hraðast af nokkrum ökumönnum sem lögreglan stöðvaði vegna hraðaksturs á Suðurlandsveg við Sandskeiði í dag. Hann mældist á 151 kílómetra hraða á klukkustund en hann var á ferðalagi með börnum sínum, að sögn lögreglu.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn hafi borgað rúmlega 157 þúsund króna sekt möglunarlaust. Hann hafi borið því við að hann hafi talið sig aka á hraðbraut.
Nokkrir aðrir ökumenn voru teknir á 120-130 km/klst. Um helmingur þeirra sem voru stöðvaðir voru erlendir ferðamenn.
Tekinn á 150 með börnin í bílnum
Kjartan Kjartansson skrifar
