Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2019 19:00 Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira