Vilja gera betur fyrir þá sem syrgja ástvini sína Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2019 08:15 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Á fimmtudag verður opnuð Sorgarmiðstöð sem ætlað er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg. Um er að ræða regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu. Stofnendur Sorgarmiðstöðvar eru félögin Ný dögun, Birta, Ljónshjarta og Gleym mér ei. „Árið 2017 voru samtökin Ný dögun þrjátíu ára og af því tilefni héldum við vinnufund með hópi fólks sem kemur að stuðningi við syrgjendur. Þarna komu saman fagaðilar úr heilbrigðiskerfinu, ýmsir úr grasrótinni, frá kirkjunni, lögreglunni og margir fleiri. Við unnum með spurninguna: Hvað getum við gert betur fyrir syrgjendur á Íslandi?“ segir Hulda Guðmundsdóttir, formaður Sorgarmiðstöðvar. „Fundurinn skilaði þeirri eindregnu niðurstöðu að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur. Hún væri of dreifð, ómarkviss og af ýmsu tagi. Æskilegast væri að koma upp sorgarmiðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á einum stað, með símtali, heimsókn eða á vefsíðu. Eins þyrfti að efla fræðslu á sviði sorgarúrvinnslu,“ bætir Hulda við. Að vinnufundinum loknum var ákveðið að vinna áfram með niðurstöður fundarins og rúmu ári síðar undirrituðu félögin fjögur viljayfirlýsingu um stofnun Sorgarmiðstöðvar sem verður opnuð á fimmtudaginn. Hlutverk Sorgarmiðstöðvar er að styðja við einstaklinga og fjölskyldur í sorg ásamt því að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu. „Markmiðið er að bæta félagslega virkni syrgjenda og minnka líkur á heilsubresti þeirra við áföllin,“ segir Hulda. „Rannsóknir hafa sýnt að góð úrræði í sorg fækka geðheilbrigðisvandamálum og flýta félagslegri endurhæfingu syrgjenda,“ segir hún. Hulda er fyrrverandi formaður samtakanna Ný dögun, og hefur unnið með samtökunum í áraraðir. Tilgangur Nýrrar dögunar er að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra og þekkir Hulda því vel til sorgarúrvinnslu og mikilvægi þess að takast á við þau áföll sem fólk verður fyrir í lífinu. Hún segir mikla þörf á opnari umræðu um dauðann og að Sorgarmiðstöð muni veita þeim sem misst hafa ástvin upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. „Sorgarmiðstöð er fyrir alla sem hafa misst og syrgja og henni er ætlað að halda utan um upplýsingar fyrir syrgjendur. Til dæmis hvert viðkomandi getur leitað eftir frekari stuðningi í sinni sorg og miðað við aðstæður, svo sem ef viðkomandi missir barn, maka eða systkini,“ segir Hulda. „Sorgarmiðstöð vill vera vettvangur sem upplýsir nærsamfélagið um sorg og sorgarviðbrögð og hjálpa því að tala um dauðann, skilja að hann er hluti af lífinu og alls ekki alltaf óvinur,“ segir Hulda. Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu á gamla Sankti Jósefsspítalanum í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan átta og eru allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira