Öllum til heilla að lengja tímabilið Hjörvar Ólafsson skrifar 9. september 2019 09:00 Valur hefur lagt fram tillögur að breyttri deildarkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er mat Valsmanna að ætli íslensk lið sér að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þurfi að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæðaleikjum og lengja tímabilið. Það eru nokkrir möguleikar fyrir hendi og má til að mynda nefna að fjölga liðum um tvö og leika 26 leiki, fækka liðum um tvö og leika þrjár umferðir, þannig verða leikirnir 27. Annar möguleiki er að gera meira úr Lengjubikarnum og byrja hann í byrjun febrúar en þá þyrfti að færa félagaskiptagluggann til loka janúar. Valsmenn telja best að halda sér við 12 liða deild þar sem leiknar yrðu 22 umferðir með úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin fara í keppni um titilinn, sama á við sex neðri liðin sem spila þá um tvö fallsæti. Þetta fyrirkomulag er svipað því og notað er í Danmörku. Með þessu er verið að fjölga leikjum um 10 hjá hverju liði og leiknar verða alls 32 umferðir. Til að ná þetta mörgum umferðum þarf mótið að standa yfir frá 1. apríl til um það bil 10. október og fyrstu umferðirnar yrðu að fara fram á gervigrasvöllum þar sem ólíklegt er að vellir með náttúrugrasi verði tilbúnir. Til að koma mótinu fyrir innan þessa tímaramma þyrfti hugsanlega að leika einhverja leiki í landsleikjahléum. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH sem bæði hefur leikið og þjálfað í Danmörku, til þess að velta vöngum yfir því hvernig heillavænlegast væri að haga hlutunum hvað leikjafyrirkomulag varðar.Flestir á því máli að gera þurfi einhverjar breytingar „Fyrir það fyrsta fagna ég því að Valsarar setji fram þessar pælingar sína og skapi þar af leiðandi grundvöll fyrir umræður um leiðir til úrbóta á fyrirkomulagi deildarkeppninnar hér heima sem að margra mati sem starfa í knattspynuhringiðunni þarf að hrista upp í. Ég held að það sé mat flestra að það þurfi að lengja Íslandsmótið og spila fleiri mótsleiki sem skipta máli. Þá þarf að skoða það að spila undir stöðugra álagi á lengri tíma í stað þess að spila um það bil níu leiki á sex vikum á vorin og svo stopulla það sem eftir lifir sumars og fram á haust,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Hvað varðar kosti og galla við þrefalda umferð á móti því að spila styttri deildarkeppni og svo úrslitakeppni, þá var ein ástæða þess að Danir fóru þá leið að spila úrslitakeppni í stað þess að spila þrefalda umferð sú að það þótti ekki spennandi að sömu lið væru að mætast aftur og aftur á tiltölulega stuttu tímabili. Á móti kemur að eins og fyrirkomulagið er í Danmörku þá er mikill munur milli þess að lenda í sjötta og sjöunda sæti eins og ég fékk að kenna á með Randers," segir Ólafur Helgi enn fremur. „Ef þú kemst í úrslitakeppni efstu sex liða þá spilar þú nokkuð pressulaust, allavega hvað varðar falldrauginn og getur meðal annars tekið fleiri sénsa, til dæmis hvað varðar yngri, óreyndari leikmenn. Hins vegar er pressan meiri og afleiðingarnar mögulega dýrkeyptari ef félag lendir í neðri hluta úrslitakeppninnar. Lið með módel eins og Nordsjælland, sem gengur út á að þróa unga leikmenn og ýta þeim svo út í aðalliðsfótbolta, geta fengið marga leiki við góð lið þar sem pressan er ekki svo mikil að svigrúm er til þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri og leyfa þeim að gera mistök,“ segir hann. „Að mínu viti væri best að hlutlaus aðili, sem hefur reynslu af vinnu með skipulagningu og mögulega breytingu á deildarkeppnum, myndi fá það verkefni að þróa þessar pælingar og sá aðili myndi kalla að borðinu alla þá sem hafa hagsmuni að gæta, það er leikmenn, þjálfara, forráðamenn félaganna, jafnvel stuðningsmenn og sponsora og þann aðila sem fær það hlutverk að sjá um deildarfyrirkomulagið. Það er hætt við því að ef annað hvort einstakt félag eða ÍTF myndi leggja fram tillögu á ársþingi, að hún yrði tætt niður og fengi ekki brautargengi og myndi daga uppi. Vonandi leiðir frumkvæði Vals til þess að eitthvað verði gert og hlutirnir færðir frá kaffistofunni og í framkvæmd,“ segir þjálfarinn um næstu skref í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Það er mat Valsmanna að ætli íslensk lið sér að ná betri árangri í Evrópukeppnum í framtíðinni þurfi að gera mikið meiri kröfur, fjölga gæðaleikjum og lengja tímabilið. Það eru nokkrir möguleikar fyrir hendi og má til að mynda nefna að fjölga liðum um tvö og leika 26 leiki, fækka liðum um tvö og leika þrjár umferðir, þannig verða leikirnir 27. Annar möguleiki er að gera meira úr Lengjubikarnum og byrja hann í byrjun febrúar en þá þyrfti að færa félagaskiptagluggann til loka janúar. Valsmenn telja best að halda sér við 12 liða deild þar sem leiknar yrðu 22 umferðir með úrslitakeppni þar sem sex efstu liðin fara í keppni um titilinn, sama á við sex neðri liðin sem spila þá um tvö fallsæti. Þetta fyrirkomulag er svipað því og notað er í Danmörku. Með þessu er verið að fjölga leikjum um 10 hjá hverju liði og leiknar verða alls 32 umferðir. Til að ná þetta mörgum umferðum þarf mótið að standa yfir frá 1. apríl til um það bil 10. október og fyrstu umferðirnar yrðu að fara fram á gervigrasvöllum þar sem ólíklegt er að vellir með náttúrugrasi verði tilbúnir. Til að koma mótinu fyrir innan þessa tímaramma þyrfti hugsanlega að leika einhverja leiki í landsleikjahléum. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH sem bæði hefur leikið og þjálfað í Danmörku, til þess að velta vöngum yfir því hvernig heillavænlegast væri að haga hlutunum hvað leikjafyrirkomulag varðar.Flestir á því máli að gera þurfi einhverjar breytingar „Fyrir það fyrsta fagna ég því að Valsarar setji fram þessar pælingar sína og skapi þar af leiðandi grundvöll fyrir umræður um leiðir til úrbóta á fyrirkomulagi deildarkeppninnar hér heima sem að margra mati sem starfa í knattspynuhringiðunni þarf að hrista upp í. Ég held að það sé mat flestra að það þurfi að lengja Íslandsmótið og spila fleiri mótsleiki sem skipta máli. Þá þarf að skoða það að spila undir stöðugra álagi á lengri tíma í stað þess að spila um það bil níu leiki á sex vikum á vorin og svo stopulla það sem eftir lifir sumars og fram á haust,“ segir Ólafur Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Hvað varðar kosti og galla við þrefalda umferð á móti því að spila styttri deildarkeppni og svo úrslitakeppni, þá var ein ástæða þess að Danir fóru þá leið að spila úrslitakeppni í stað þess að spila þrefalda umferð sú að það þótti ekki spennandi að sömu lið væru að mætast aftur og aftur á tiltölulega stuttu tímabili. Á móti kemur að eins og fyrirkomulagið er í Danmörku þá er mikill munur milli þess að lenda í sjötta og sjöunda sæti eins og ég fékk að kenna á með Randers," segir Ólafur Helgi enn fremur. „Ef þú kemst í úrslitakeppni efstu sex liða þá spilar þú nokkuð pressulaust, allavega hvað varðar falldrauginn og getur meðal annars tekið fleiri sénsa, til dæmis hvað varðar yngri, óreyndari leikmenn. Hins vegar er pressan meiri og afleiðingarnar mögulega dýrkeyptari ef félag lendir í neðri hluta úrslitakeppninnar. Lið með módel eins og Nordsjælland, sem gengur út á að þróa unga leikmenn og ýta þeim svo út í aðalliðsfótbolta, geta fengið marga leiki við góð lið þar sem pressan er ekki svo mikil að svigrúm er til þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri og leyfa þeim að gera mistök,“ segir hann. „Að mínu viti væri best að hlutlaus aðili, sem hefur reynslu af vinnu með skipulagningu og mögulega breytingu á deildarkeppnum, myndi fá það verkefni að þróa þessar pælingar og sá aðili myndi kalla að borðinu alla þá sem hafa hagsmuni að gæta, það er leikmenn, þjálfara, forráðamenn félaganna, jafnvel stuðningsmenn og sponsora og þann aðila sem fær það hlutverk að sjá um deildarfyrirkomulagið. Það er hætt við því að ef annað hvort einstakt félag eða ÍTF myndi leggja fram tillögu á ársþingi, að hún yrði tætt niður og fengi ekki brautargengi og myndi daga uppi. Vonandi leiðir frumkvæði Vals til þess að eitthvað verði gert og hlutirnir færðir frá kaffistofunni og í framkvæmd,“ segir þjálfarinn um næstu skref í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira