Meistararnir byrjuðu með látum | Mahomes í stuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2019 10:00 Brady var frábær í nótt. vísir/getty Fyrsti sunnudagurinn í NFL-deildinni var stórkostlegur og mikið að gerast. Upp úr stendur þó að meistarar New England Patriots völtuðu yfir Pittsburgh Steelers, 33-3. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var frábær og kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 34o jördum og þremur snertimörkum.FINAL: @TomBrady's three TDs lead the @Patriots to an #SNF win! #PITvsNE#GoPats (by @Lexus) pic.twitter.com/WK6IJLr7y4 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Philipp Dorsett greip tvær snertimarkssendingar fyrir Patriots og Josh Gordon eina. Nýjasti leikmaður liðsins, Antonio Brown, spilaði ekki með gegn sínum gömlu félögum enda ekki orðinn löglegur. Það er búist við miklu af Cleveland Browns í vetur, enda með frábært sóknarlið, en liðið virðist eiga nokkuð í land því það fékk á baukinn gegn Tennessee.FINAL: The @Titans force three turnovers in a dominating season-opening win over the Browns! #TENvsCLEpic.twitter.com/ds1qim4lCB — NFL (@NFL) September 8, 2019 Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, byrjaði af sama krafti og hann endaði í fyrra. Var búinn að kasta fyrir fyrsta snertimarkinu eftir rúma mínútu og kom sínu liði í 40 stig í öruggum sigri á Jacksonville.FINAL: @sammywatkins' three TDs lead the @Chiefs over the Jaguars! #KCvsJAXpic.twitter.com/4apfo0TecM — NFL (@NFL) September 8, 2019 Jaguars varð fyrir miklu áfalli í leiknum því leikstjórnandi liðsins, Nick Foles, meiddist og fer í aðgerð í dag. Hann verður líklega frá í um 10 vikur. Það er ekki búist við miklu af Miami í vetur og liðið er samt líklega lélegra en menn töldu það vera. Liðið fékk á sig 59 stig gegn Baltimore og þar af 52 í þremur leiklutum. Leikstjórnandi Baltimore, Lamar Jackson, fór mikinn og kastaði boltanum fimm sinnum fyrir snertimarki. Hann var með sex snertimarkssendingar í fyrra og var sagt að hann þyrfti að bæta þann hluta síns leiks. Það virðist ganga. „Þetta var ekki slæmt af hlaupara,“ sagði Jackson sposkur eftir leik.FINAL: With 5 TDs, @Lj_era8 leads the @Ravens to a commanding Week 1 win! #BALvsMIApic.twitter.com/aPw2aHsoJz — NFL (@NFL) September 8, 2019 Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia, sýndi styrk sinn gegn Redskins í gær. Liðið lenti 17-0 undir í leiknum en Wentz kom til baka og tryggði sínu liði 32-27 sigur.FINAL: @Eagles put up 25 points in the second half to defeat the Redskins! #WASvsPHI#FlyEaglesFlypic.twitter.com/pIZ6wKcoxf — NFL (@NFL) September 8, 2019 Það var eitt jafntefli í gær er Arizona átti magnaða endurkomu gegn Detroit. Það gekk mjög illa framan af hjá Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, en það kviknaði á honum undir lokin og hann sýndi þá af hverju hann var valinn fyrstur.FINAL: #DETvsAZ ends in a tie! #NFL100pic.twitter.com/40fLrJFcF7 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Dallas virðist hafa öll tólin til þess að fara alla leið í vetur og liðið ætlar sér alla leið. Kúrekarnir slátruðu NY Giants þar sem leikstjórnandinn Dak Prescott var stórkostlegur.FINAL: @Dak's four TDs lead the @dallascowboys over the Giants! #NYGvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/XEuvVwalEx — NFL (@NFL) September 8, 2019 Hlauparinn Ezekiel Elliott spilaði töluvert þó svo hann sé nýbúinn að semja og þar af leiðandi nýbyrjaður að æfa. Hann náði að skora eitt snertimark.Úrslit: New England - Pittsburgh 33-3 Carolina - LA Rams 27-30 Cleveland - Tennessee 13-43 Jacksonville - Kansas City 26-40 Miami - Baltimore 10-59 Minnesota - Atlanta 28-12 NY Jets - Buffalo 16-17 Philadelphia - Washington 32-27 LA Chargers - Indianapolis 30-24 (eftir framlengingu) Seattle - Cincinnati 21-20 Arizona - Detroit 27-27 Dallas - NY Giants 35-17 Tampa Bay - San Francisco 17-31Í kvöld: New Orleans - Houston NFL Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Fyrsti sunnudagurinn í NFL-deildinni var stórkostlegur og mikið að gerast. Upp úr stendur þó að meistarar New England Patriots völtuðu yfir Pittsburgh Steelers, 33-3. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var frábær og kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 34o jördum og þremur snertimörkum.FINAL: @TomBrady's three TDs lead the @Patriots to an #SNF win! #PITvsNE#GoPats (by @Lexus) pic.twitter.com/WK6IJLr7y4 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Philipp Dorsett greip tvær snertimarkssendingar fyrir Patriots og Josh Gordon eina. Nýjasti leikmaður liðsins, Antonio Brown, spilaði ekki með gegn sínum gömlu félögum enda ekki orðinn löglegur. Það er búist við miklu af Cleveland Browns í vetur, enda með frábært sóknarlið, en liðið virðist eiga nokkuð í land því það fékk á baukinn gegn Tennessee.FINAL: The @Titans force three turnovers in a dominating season-opening win over the Browns! #TENvsCLEpic.twitter.com/ds1qim4lCB — NFL (@NFL) September 8, 2019 Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, byrjaði af sama krafti og hann endaði í fyrra. Var búinn að kasta fyrir fyrsta snertimarkinu eftir rúma mínútu og kom sínu liði í 40 stig í öruggum sigri á Jacksonville.FINAL: @sammywatkins' three TDs lead the @Chiefs over the Jaguars! #KCvsJAXpic.twitter.com/4apfo0TecM — NFL (@NFL) September 8, 2019 Jaguars varð fyrir miklu áfalli í leiknum því leikstjórnandi liðsins, Nick Foles, meiddist og fer í aðgerð í dag. Hann verður líklega frá í um 10 vikur. Það er ekki búist við miklu af Miami í vetur og liðið er samt líklega lélegra en menn töldu það vera. Liðið fékk á sig 59 stig gegn Baltimore og þar af 52 í þremur leiklutum. Leikstjórnandi Baltimore, Lamar Jackson, fór mikinn og kastaði boltanum fimm sinnum fyrir snertimarki. Hann var með sex snertimarkssendingar í fyrra og var sagt að hann þyrfti að bæta þann hluta síns leiks. Það virðist ganga. „Þetta var ekki slæmt af hlaupara,“ sagði Jackson sposkur eftir leik.FINAL: With 5 TDs, @Lj_era8 leads the @Ravens to a commanding Week 1 win! #BALvsMIApic.twitter.com/aPw2aHsoJz — NFL (@NFL) September 8, 2019 Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia, sýndi styrk sinn gegn Redskins í gær. Liðið lenti 17-0 undir í leiknum en Wentz kom til baka og tryggði sínu liði 32-27 sigur.FINAL: @Eagles put up 25 points in the second half to defeat the Redskins! #WASvsPHI#FlyEaglesFlypic.twitter.com/pIZ6wKcoxf — NFL (@NFL) September 8, 2019 Það var eitt jafntefli í gær er Arizona átti magnaða endurkomu gegn Detroit. Það gekk mjög illa framan af hjá Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, en það kviknaði á honum undir lokin og hann sýndi þá af hverju hann var valinn fyrstur.FINAL: #DETvsAZ ends in a tie! #NFL100pic.twitter.com/40fLrJFcF7 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Dallas virðist hafa öll tólin til þess að fara alla leið í vetur og liðið ætlar sér alla leið. Kúrekarnir slátruðu NY Giants þar sem leikstjórnandinn Dak Prescott var stórkostlegur.FINAL: @Dak's four TDs lead the @dallascowboys over the Giants! #NYGvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/XEuvVwalEx — NFL (@NFL) September 8, 2019 Hlauparinn Ezekiel Elliott spilaði töluvert þó svo hann sé nýbúinn að semja og þar af leiðandi nýbyrjaður að æfa. Hann náði að skora eitt snertimark.Úrslit: New England - Pittsburgh 33-3 Carolina - LA Rams 27-30 Cleveland - Tennessee 13-43 Jacksonville - Kansas City 26-40 Miami - Baltimore 10-59 Minnesota - Atlanta 28-12 NY Jets - Buffalo 16-17 Philadelphia - Washington 32-27 LA Chargers - Indianapolis 30-24 (eftir framlengingu) Seattle - Cincinnati 21-20 Arizona - Detroit 27-27 Dallas - NY Giants 35-17 Tampa Bay - San Francisco 17-31Í kvöld: New Orleans - Houston
NFL Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira