Meistararnir byrjuðu með látum | Mahomes í stuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2019 10:00 Brady var frábær í nótt. vísir/getty Fyrsti sunnudagurinn í NFL-deildinni var stórkostlegur og mikið að gerast. Upp úr stendur þó að meistarar New England Patriots völtuðu yfir Pittsburgh Steelers, 33-3. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var frábær og kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 34o jördum og þremur snertimörkum.FINAL: @TomBrady's three TDs lead the @Patriots to an #SNF win! #PITvsNE#GoPats (by @Lexus) pic.twitter.com/WK6IJLr7y4 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Philipp Dorsett greip tvær snertimarkssendingar fyrir Patriots og Josh Gordon eina. Nýjasti leikmaður liðsins, Antonio Brown, spilaði ekki með gegn sínum gömlu félögum enda ekki orðinn löglegur. Það er búist við miklu af Cleveland Browns í vetur, enda með frábært sóknarlið, en liðið virðist eiga nokkuð í land því það fékk á baukinn gegn Tennessee.FINAL: The @Titans force three turnovers in a dominating season-opening win over the Browns! #TENvsCLEpic.twitter.com/ds1qim4lCB — NFL (@NFL) September 8, 2019 Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, byrjaði af sama krafti og hann endaði í fyrra. Var búinn að kasta fyrir fyrsta snertimarkinu eftir rúma mínútu og kom sínu liði í 40 stig í öruggum sigri á Jacksonville.FINAL: @sammywatkins' three TDs lead the @Chiefs over the Jaguars! #KCvsJAXpic.twitter.com/4apfo0TecM — NFL (@NFL) September 8, 2019 Jaguars varð fyrir miklu áfalli í leiknum því leikstjórnandi liðsins, Nick Foles, meiddist og fer í aðgerð í dag. Hann verður líklega frá í um 10 vikur. Það er ekki búist við miklu af Miami í vetur og liðið er samt líklega lélegra en menn töldu það vera. Liðið fékk á sig 59 stig gegn Baltimore og þar af 52 í þremur leiklutum. Leikstjórnandi Baltimore, Lamar Jackson, fór mikinn og kastaði boltanum fimm sinnum fyrir snertimarki. Hann var með sex snertimarkssendingar í fyrra og var sagt að hann þyrfti að bæta þann hluta síns leiks. Það virðist ganga. „Þetta var ekki slæmt af hlaupara,“ sagði Jackson sposkur eftir leik.FINAL: With 5 TDs, @Lj_era8 leads the @Ravens to a commanding Week 1 win! #BALvsMIApic.twitter.com/aPw2aHsoJz — NFL (@NFL) September 8, 2019 Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia, sýndi styrk sinn gegn Redskins í gær. Liðið lenti 17-0 undir í leiknum en Wentz kom til baka og tryggði sínu liði 32-27 sigur.FINAL: @Eagles put up 25 points in the second half to defeat the Redskins! #WASvsPHI#FlyEaglesFlypic.twitter.com/pIZ6wKcoxf — NFL (@NFL) September 8, 2019 Það var eitt jafntefli í gær er Arizona átti magnaða endurkomu gegn Detroit. Það gekk mjög illa framan af hjá Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, en það kviknaði á honum undir lokin og hann sýndi þá af hverju hann var valinn fyrstur.FINAL: #DETvsAZ ends in a tie! #NFL100pic.twitter.com/40fLrJFcF7 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Dallas virðist hafa öll tólin til þess að fara alla leið í vetur og liðið ætlar sér alla leið. Kúrekarnir slátruðu NY Giants þar sem leikstjórnandinn Dak Prescott var stórkostlegur.FINAL: @Dak's four TDs lead the @dallascowboys over the Giants! #NYGvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/XEuvVwalEx — NFL (@NFL) September 8, 2019 Hlauparinn Ezekiel Elliott spilaði töluvert þó svo hann sé nýbúinn að semja og þar af leiðandi nýbyrjaður að æfa. Hann náði að skora eitt snertimark.Úrslit: New England - Pittsburgh 33-3 Carolina - LA Rams 27-30 Cleveland - Tennessee 13-43 Jacksonville - Kansas City 26-40 Miami - Baltimore 10-59 Minnesota - Atlanta 28-12 NY Jets - Buffalo 16-17 Philadelphia - Washington 32-27 LA Chargers - Indianapolis 30-24 (eftir framlengingu) Seattle - Cincinnati 21-20 Arizona - Detroit 27-27 Dallas - NY Giants 35-17 Tampa Bay - San Francisco 17-31Í kvöld: New Orleans - Houston NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira
Fyrsti sunnudagurinn í NFL-deildinni var stórkostlegur og mikið að gerast. Upp úr stendur þó að meistarar New England Patriots völtuðu yfir Pittsburgh Steelers, 33-3. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var frábær og kláraði 24 af 36 sendingum sínum fyrir 34o jördum og þremur snertimörkum.FINAL: @TomBrady's three TDs lead the @Patriots to an #SNF win! #PITvsNE#GoPats (by @Lexus) pic.twitter.com/WK6IJLr7y4 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Philipp Dorsett greip tvær snertimarkssendingar fyrir Patriots og Josh Gordon eina. Nýjasti leikmaður liðsins, Antonio Brown, spilaði ekki með gegn sínum gömlu félögum enda ekki orðinn löglegur. Það er búist við miklu af Cleveland Browns í vetur, enda með frábært sóknarlið, en liðið virðist eiga nokkuð í land því það fékk á baukinn gegn Tennessee.FINAL: The @Titans force three turnovers in a dominating season-opening win over the Browns! #TENvsCLEpic.twitter.com/ds1qim4lCB — NFL (@NFL) September 8, 2019 Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, byrjaði af sama krafti og hann endaði í fyrra. Var búinn að kasta fyrir fyrsta snertimarkinu eftir rúma mínútu og kom sínu liði í 40 stig í öruggum sigri á Jacksonville.FINAL: @sammywatkins' three TDs lead the @Chiefs over the Jaguars! #KCvsJAXpic.twitter.com/4apfo0TecM — NFL (@NFL) September 8, 2019 Jaguars varð fyrir miklu áfalli í leiknum því leikstjórnandi liðsins, Nick Foles, meiddist og fer í aðgerð í dag. Hann verður líklega frá í um 10 vikur. Það er ekki búist við miklu af Miami í vetur og liðið er samt líklega lélegra en menn töldu það vera. Liðið fékk á sig 59 stig gegn Baltimore og þar af 52 í þremur leiklutum. Leikstjórnandi Baltimore, Lamar Jackson, fór mikinn og kastaði boltanum fimm sinnum fyrir snertimarki. Hann var með sex snertimarkssendingar í fyrra og var sagt að hann þyrfti að bæta þann hluta síns leiks. Það virðist ganga. „Þetta var ekki slæmt af hlaupara,“ sagði Jackson sposkur eftir leik.FINAL: With 5 TDs, @Lj_era8 leads the @Ravens to a commanding Week 1 win! #BALvsMIApic.twitter.com/aPw2aHsoJz — NFL (@NFL) September 8, 2019 Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia, sýndi styrk sinn gegn Redskins í gær. Liðið lenti 17-0 undir í leiknum en Wentz kom til baka og tryggði sínu liði 32-27 sigur.FINAL: @Eagles put up 25 points in the second half to defeat the Redskins! #WASvsPHI#FlyEaglesFlypic.twitter.com/pIZ6wKcoxf — NFL (@NFL) September 8, 2019 Það var eitt jafntefli í gær er Arizona átti magnaða endurkomu gegn Detroit. Það gekk mjög illa framan af hjá Kyler Murray, leikstjórnanda Arizona sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, en það kviknaði á honum undir lokin og hann sýndi þá af hverju hann var valinn fyrstur.FINAL: #DETvsAZ ends in a tie! #NFL100pic.twitter.com/40fLrJFcF7 — NFL (@NFL) September 9, 2019 Dallas virðist hafa öll tólin til þess að fara alla leið í vetur og liðið ætlar sér alla leið. Kúrekarnir slátruðu NY Giants þar sem leikstjórnandinn Dak Prescott var stórkostlegur.FINAL: @Dak's four TDs lead the @dallascowboys over the Giants! #NYGvsDAL#DallasCowboyspic.twitter.com/XEuvVwalEx — NFL (@NFL) September 8, 2019 Hlauparinn Ezekiel Elliott spilaði töluvert þó svo hann sé nýbúinn að semja og þar af leiðandi nýbyrjaður að æfa. Hann náði að skora eitt snertimark.Úrslit: New England - Pittsburgh 33-3 Carolina - LA Rams 27-30 Cleveland - Tennessee 13-43 Jacksonville - Kansas City 26-40 Miami - Baltimore 10-59 Minnesota - Atlanta 28-12 NY Jets - Buffalo 16-17 Philadelphia - Washington 32-27 LA Chargers - Indianapolis 30-24 (eftir framlengingu) Seattle - Cincinnati 21-20 Arizona - Detroit 27-27 Dallas - NY Giants 35-17 Tampa Bay - San Francisco 17-31Í kvöld: New Orleans - Houston
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Sjá meira