Veðurfræðingur segir útflutning á sorpi ósvinnu Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2019 14:14 Einar Sveinbjörnsson telur herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, þeirri sem Halldóra Geirharðsdóttir talar nú fyrir, afar vafasama. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“ Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fisk liggja undir steini nýs átaks sem gengur út á að flytja íslenskt sorp út. Hann segir að þar sé verið að byrja á öfugum enda og reyndar sé um ósvinnu að ræða.Vísir greindi í morgun frá nýju átaki sem er í burðarliðnum, herferð Íslenska Gámafélagsins og Samskipa, sem gengur út á þá hugmynd að flytja allt sorp út. Talsmaður átaksins er leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir og kynnti hún það í viðtali á Bylgjunni í morgun; áform um að hætta að urða sorp á Íslandi. Einar telur þetta framtak afar vafasamt. Hann segir að hér sé verið að byrja á öfugum enda.Heppileg herferð fyrir Samskip „Jafnvel þó flokkað sé frá og úrgangur endurnýttur enn betur en í dag nemur afgangurinn um 150 þúsund tonnum. Í dag er hann urðaður, magnið er reyndar meira eða 220 þúsund tonn,“ segir Einar í færslu á Facebook í morgun. Og áréttar að hann hafi áður tjáð skoðun sína þess efnis að hann telji „útflutning“ á okkar eigin úrgangi vera „umhverfislega ósvinnu af margvíslegum toga.“ Einar bendir á að það veki athygli að þeir sem virðast kosta herferðina séu einmitt Íslenska Gámafélagið og Samskip. „Þær yrðu margar ferðirnar sem farnar yrðu með sorpgámana í skip Samskip allstaðar að af landinu og margir farmarnir til Svíþjóðar með heil 150 þúsund tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borgum.“ Urðun þarf ekki að vera slæm Einar segir urðun ekki slæma útaf fyrir sig og ef vel er að staðið. En þá þurfi að flokka eiturefni frá og annað sem þykir hagnýtt til endurvinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norðurlöndunum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til annara. Þeir geta á hagkvæman virkjað vindinn og sól skorti þar orku,“ segir Einar og bætir við: „Hræddur er ég nú samt um að einmitt þetta verði orðin stefna sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu í sorpmálum jafnvel fyrir lok þessa mánaðar! Munum að finna þarf nýjan stað frá og með næsta eða þar næsta ári ef ég man rétt.“
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. 9. september 2019 10:05