Framlög hafi hækkað mikið Ari Brynjólfsson skrifar 30. ágúst 2019 07:15 Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Anton Brink „Skýrslan dregur vel fram hvar við getum gert betur í málefnum grunnskólanna en það sem skýrslan sýnir ekki er að framlög til grunnskóla borgarinnar hafa hækkað verulega undanfarin ár, eða um 46 prósent frá árinu 2013, og þau eru hæst í Reykjavík af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa framlög til viðhalds skóla tvöfaldast á síðustu tveimur árum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Í nýrri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, IE, segir að skólar standi almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fái of knappt fjármagn. Skýrslan var ekki tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær, heldur verður hún tekin fyrir á fundi á fimmtudag í næstu viku. „Innri endurskoðun er með góðar ábendingar og við erum sammála mörgu sem þar kemur fram til dæmis um mikilvægi þess að nýta vinnu sérfræðinga þjónustumiðstöðvanna innan veggja grunnskólanna. Þá vantar meira fjármagn til ákveðinna liða, þá sérstaklega sérkennslu, kennslu barna af erlendum uppruna og framlög til að mæta öðrum rekstrarkostnaði en launum og húsnæði,“ segir Skúli. Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir skýrsluna staðfesta málflutning Sjálfstæðismanna um að of naumt sé úthlutað til skólanna. „Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir þeim sem stjórna skólamálum í borginni. Þeir verða að bera ábyrgð og koma með einhver svör,“ segir hún. „Það er rosalegt að ekkert sé hlustað á faglegt mat, eins og í tilviki sérkennslu þar sem einungis er úthlutað broti af því sem beðið er um.“ Valgerður er ekki sátt við að eina lausnin sé að loka skólum, eins og mælt er með í tilviki Korpuskóla. „Við eigum frekar að gefa í,“ segir hún. Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla, er ánægð með skýrsluna og segir hana staðfesta það sem hún og aðrir hafi reynt að koma á framfæri borgarstjórnar í áraraðir. „Við sem störfum í stjórnum foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti höfum allt frá árinu 2015 talað fyrir frekar daufum eyrum borgarfulltrúa og borgarstjórnar,“ segir Anna Sif. „Við teljum ekki rétt gefið til skólanna. Við fórum í mikla greiningu á þessu árið 2015, fengum úthlutunarlíkanið og fund með borginni til að fara yfir það. Í kjölfarið, eða í febrúar 2016, sendum við áskorun til borgaryfirvalda þar sem farið var fram á að hagræðingarkrafa á grunnskólana yrði dregin til baka.“ Þörf sé á meiri sveigjanleika í úthlutun fjármuna, í núverandi kerfi sé ekki tekið mið af sérkennslu, uppruna nemenda eða öðrum þáttum. Nefnir Anna Sif sérstaklega viðhaldsþörf eldri skóla og kaup á búnaði. „Nýr skóli, með nýjar tölvur, fær jafn mikinn pening og skóli með úreltan búnað.“ Anna Sif staðfestir sögusagnir um að gardínur Seljaskóla séu frá því að skólinn var byggður á áttunda áratugnum. „Ég á myndir af þessum gardínum, það gæti þó verið að þær hafi farist í eldsvoðanum nýverið,“ segir Anna Sif. „Ég á einnig helling af vondum myndum úr Breiðholtsskóla sem ég hef oft sent á borgaryfirvöld. Foreldrafélag Breiðholtsskóla byrjaði að senda erindi um viðhalds- og endurbótaþörf í skólanum þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.“ Ólafur Gylfason, varaformaður foreldraráðs Seljaskóla, tekur í sama streng, en Seljaskóli er einn af níu skólum sem teknir eru fyrir í skýrslu IE. „Þetta sýnir kannski hvað kosnir fulltrúar okkar hafa verið sofandi þegar kemur að því að vaka yfir velferð barnanna okkar,“ segir Ólafur. „Þeir hafa margir hverjir gert lítið úr málflutningi okkar, síðast á kosningafundi í Breiðholtsskóla fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Skýrslan dregur vel fram hvar við getum gert betur í málefnum grunnskólanna en það sem skýrslan sýnir ekki er að framlög til grunnskóla borgarinnar hafa hækkað verulega undanfarin ár, eða um 46 prósent frá árinu 2013, og þau eru hæst í Reykjavík af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa framlög til viðhalds skóla tvöfaldast á síðustu tveimur árum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Í nýrri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, IE, segir að skólar standi almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fái of knappt fjármagn. Skýrslan var ekki tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær, heldur verður hún tekin fyrir á fundi á fimmtudag í næstu viku. „Innri endurskoðun er með góðar ábendingar og við erum sammála mörgu sem þar kemur fram til dæmis um mikilvægi þess að nýta vinnu sérfræðinga þjónustumiðstöðvanna innan veggja grunnskólanna. Þá vantar meira fjármagn til ákveðinna liða, þá sérstaklega sérkennslu, kennslu barna af erlendum uppruna og framlög til að mæta öðrum rekstrarkostnaði en launum og húsnæði,“ segir Skúli. Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir skýrsluna staðfesta málflutning Sjálfstæðismanna um að of naumt sé úthlutað til skólanna. „Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir þeim sem stjórna skólamálum í borginni. Þeir verða að bera ábyrgð og koma með einhver svör,“ segir hún. „Það er rosalegt að ekkert sé hlustað á faglegt mat, eins og í tilviki sérkennslu þar sem einungis er úthlutað broti af því sem beðið er um.“ Valgerður er ekki sátt við að eina lausnin sé að loka skólum, eins og mælt er með í tilviki Korpuskóla. „Við eigum frekar að gefa í,“ segir hún. Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla, er ánægð með skýrsluna og segir hana staðfesta það sem hún og aðrir hafi reynt að koma á framfæri borgarstjórnar í áraraðir. „Við sem störfum í stjórnum foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti höfum allt frá árinu 2015 talað fyrir frekar daufum eyrum borgarfulltrúa og borgarstjórnar,“ segir Anna Sif. „Við teljum ekki rétt gefið til skólanna. Við fórum í mikla greiningu á þessu árið 2015, fengum úthlutunarlíkanið og fund með borginni til að fara yfir það. Í kjölfarið, eða í febrúar 2016, sendum við áskorun til borgaryfirvalda þar sem farið var fram á að hagræðingarkrafa á grunnskólana yrði dregin til baka.“ Þörf sé á meiri sveigjanleika í úthlutun fjármuna, í núverandi kerfi sé ekki tekið mið af sérkennslu, uppruna nemenda eða öðrum þáttum. Nefnir Anna Sif sérstaklega viðhaldsþörf eldri skóla og kaup á búnaði. „Nýr skóli, með nýjar tölvur, fær jafn mikinn pening og skóli með úreltan búnað.“ Anna Sif staðfestir sögusagnir um að gardínur Seljaskóla séu frá því að skólinn var byggður á áttunda áratugnum. „Ég á myndir af þessum gardínum, það gæti þó verið að þær hafi farist í eldsvoðanum nýverið,“ segir Anna Sif. „Ég á einnig helling af vondum myndum úr Breiðholtsskóla sem ég hef oft sent á borgaryfirvöld. Foreldrafélag Breiðholtsskóla byrjaði að senda erindi um viðhalds- og endurbótaþörf í skólanum þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.“ Ólafur Gylfason, varaformaður foreldraráðs Seljaskóla, tekur í sama streng, en Seljaskóli er einn af níu skólum sem teknir eru fyrir í skýrslu IE. „Þetta sýnir kannski hvað kosnir fulltrúar okkar hafa verið sofandi þegar kemur að því að vaka yfir velferð barnanna okkar,“ segir Ólafur. „Þeir hafa margir hverjir gert lítið úr málflutningi okkar, síðast á kosningafundi í Breiðholtsskóla fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira