Kemur til greina að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 19:45 Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Til greina kemur að setja gjaldskyldu á bílastæðin við Háskóla Íslands til að hvetja til umhverfisvænni samgangna. Slíkt er ekki á döfinni hjá Háskólanum í Reykjavík en formaður stúdentafélags skólans segir að fólk eigi að hafa val um ferðamáta. Nemandi, sem sat í bíl sínum í sjötíu mínútur til að komast frá Háskólanum í Reykjavík að Valsheimilinu segir umferðina hræðilega. Samgöngumál hafa verið í umræðunni síðustu daga en eftir að skólahald hófst á ný hefur umferðin verið þung á höfuðborgarsvæðinu. „Hún er bara hræðileg. Í vikunni var ég í sjötíu mínútur bara frá skólanum að gatnamótunum við Valsheimilið,“ sagði Selma Rós Axelsdóttir, sálfræðinemi. Margar hugmyndir hafa verið á lofti um lausn umferðarvandans. Ein þeirra er að gjaldfrjálst verði í strætó fyrir nemendur, eða að þeir fái ferðir á lægra verði. „Það eru viðræður við strætó varðandi svokallaðan U-passa sem er almennt samgöngukort fyrir alla háskólanema. Við í Stúdentaráði erum með þá stefnu hjá okkur t.d. að koma því í gegn,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Aðkoma strætó að Háskóla Íslands er góð að sögn Jónu en formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík hefur aðra sögu að segja. „Hún er frekar slæm þar sem það er bara ein akstursstefna í hvort áttina og það dregur úr tilgangi strætó að hann situr í umferðinni með öllum hinum bílunum,“ sagði Leó Snær Emilsson, formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.Leó Snær Emilsson er formaður Stúdentafélags Háskólans í ReykjavíkBALDUR HRAFNKELL JÓNSSONFinnst þér vera hvati fyrir nemendur til að taka strætó? „Ekki beint því þú situr hvort eð er fastur í umferðinni þannig hvatinn er ekki eins mikill og hann gæti verið,“ sagði Leó. „Nei ég var einmitt bara stopp við strætóskýlið um daginn og þar var hópur fólk sem stóð þar og beið og komst ekki að strætóskýlinu heldur,“ sagði Selma. Geir Andersen, sálfræðinemi sem varð á vegi fréttastofu, segist ekki hlynntur því að setja gjaldskyldu á bílastæðin. „Nei, alls ekki,“ sagði Geir Andersen, sálfræðinemi. Formennirnir hafa ólík viðhorf til gjaldskyldra bílastæða við skólana. „Það er til skoðunar hjá starfshópi sem settur var á i maí sem er að fjalla um samgöngumál að skólanum yfir höfuð þannig að það er vissulega til umræðu já,“ sagði Jóna. „Nei því HR vill að nemandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um hvað hann vill gera,“ sagði Leó.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari. 29. ágúst 2019 09:45
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. 28. ágúst 2019 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði