Neyðarráðstefna á Íslandi vegna mannréttindabrota á Filippseyjum Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 15:00 Stella Matutina er afar þakklát Íslendingum. Skjáskot Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. Ráðstefnan er hluti af samstöðumánuði Filippseyinga. Markmiðið er að viðhalda athygli alþjóðasamfélagsins á mannréttindabrotum og þeirri stöðu sem er uppi þar. Þá vilja skipuleggjendur auknar aðgerðir í mannréttindabaráttu þar í landi og draga þá sem ábyrgir eru til ábyrgðar. Skipuleggjendur fordæma störf Duterte og segjast ætla draga fram frekari staðreyndir sem sýna fram á gróf mannréttindabrot stjórnvalda. Stella Matutina, einn skipuleggjenda, segir að Reykjavík hafi verið valin sem einskonar þakklætisvottur í garð Íslendinga fyrir ályktun þeirra í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem mannréttindabrotum stjórnvalda var mótmælt. Blóði drifin slóð Duterte Í samtali við Vísi segir Stella marga Filippseyinga afar þakkláta Íslendingum fyrir að hafa opnað á frekari umræðu um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi. Sjálf hefur hún hlotið mannréttindaverðlaun Weimer í Þýskalandi fyrir baráttu sína gegn námugrefti á Filippseyjum og eytt ævi sinni í að berjast fyrir auknum mannréttindum. „Ég var áður nunna en sagði skilið við það til þess að einbeita mér að mannréttindabaráttu,“ segir Stella en hún er búsett í Þýskalandi. Hún segist ekki geta snúið aftur til Filippseyja þar sem hún hefur sett sjálfa sig í hættu með baráttu sinni, verið fangelsuð og ofsótt og segist hún vita að hún yrði aftur fangelsuð við komuna þangað. Hún er upprunalega frá eyjunni Mindanao þar sem mikill átök hafa geisað undanfarin ár. Fjölskylda hennar var efnalítil og bjó hún við bágar aðstæður. Mannréttindabarátta hennar hófst þegar hún barðist gegn því að beitilöndum eyjunnar yrði breytt í plantekrur. Nú heldur hún áfram að vekja athygli á fíkniefnastríði Duterte og þeim sem hafa látið lífið vegna þess og segir hún slóð forsetans vera blóði drifna. „Það hafa um það bil 30 þúsund látið lífið í þriggja ára stjórnartíð forsetans. Við viljum að þessar aftökur taki enda. Við trúum því að aftökur séu engin lausn, jafnvel í tilfelli glæpamanna. Þess vegna vonumst við eftir því að alþjóðasamfélagið setji pressu á stjórnvöld og að þessu verði hætt,“ segir Stella. Hún segist enn halda í þá von að forsetinn muni einn daginn hlusta á fjölskyldur þeirra sem hafa látið lífið vegna forsetans. Fórnarlömbin séu ekki einungis þeir sem voru teknir af lífi, heldur séu það einnig mæður, feður, systkini, makar og börn sem syrgja ástvini sína. Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu.Vísir/Getty „Við viljum koma til Íslands til þess að þakka Íslendingum“ Stella segir ástandið vera afar slæmt. Því hafi hún verið þakklát að sjá Ísland beita sér í þessum málum í mannréttindaráðinu og það sýni fram á að litlar þjóðir geta haft mikil áhrif. „Það sem við viljum er samstöðuvinna og að starfa með öðrum samtökum og löndum til þess að hafa áhrif á ríkisstjórn okkar. Þetta særir okkur öll mun halda áfram að særa okkur ef þetta heldur áfram. Við viljum koma til Íslands til þess að þakka Íslendingum,“ segir hún. Þrátt fyrir þakklæti Stellu og margra samlanda hennar var forsetinn sjálfur ekki jafn ánægður með ályktun Íslands. Í ræðu sinni fyrir framan hóp embættismanna í Filippseyjum gerði hann lítið úr Íslendingum, sagði þá ekki hafa skilning á vandamálum landsins.Sjá einnig: Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði forsetinn og bætti við að það væru engir glæpir hér á landi, engir lögreglumenn og það eina sem landsmenn gerðu væru að borða ís. Yfirlýsingar Duterte um Íslendinga héldu áfram og sagðist hann íhuga að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Talsmaður filippseysku forsetahallarinnar sagði tillögu Íslands vera til marks um það að Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt filippseysku þjóðarinnar um að verja hana gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Í þessum mánuði blótaði hann Íslendingum enn og aftur í sand og ösku og sagðist vona að þjóðin frysi í hel. Antonio Ablon biskup.Fight Back! Biskup með í för Ferðalag hópsins hefst í Sviss þar sem hann sækir Mannréttindaráðið heim sem og fleiri samtök. Þaðan liggur leiðin til Íslands og mun hópurinn einnig ferðast til Hollands, Belgíu, Ítalíu, Austurríkis, Bretlands og Þýskalands. Í hópi þeirra sem koma hingað til lands er biskupinn Antonio Ablon frá óháðu kirkju Filippseyja. Að sögn Stellu er hann afar áhrifamikill og verður í forgrunni í heimsókn hópsins til Mannréttindaráðsins þar sem hann mun vekja athygli á þeirra baráttu. Þau eru bæði afar spennt að koma hingað til lands og hitta það fólk sem hér býr og vonast þau sérstaklega til þess að hitta Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands. Stella segist vona að heimsókn þeirra verði til þess að Íslendingar haldi áfram að beita sér í þágu mannréttinda, bæði á Filippseyjum og um heiminn allan. Þetta sé gott tækifæri til þess að halda umræðunni á lífi og auka þrýsting á stjórnvöld í Filippseyjum. Það sé löngu tímabært að breyting verði á ástandinu þar í landi. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Reykjavík Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Tveggja daga neyðarráðstefna verður haldin hér á landi dagana 20. til 22. september þar sem kastljósinu verður beint að mannréttindabrotum stjórnvalda á Filippseyjum. Ráðstefnan er hluti af samstöðumánuði Filippseyinga. Markmiðið er að viðhalda athygli alþjóðasamfélagsins á mannréttindabrotum og þeirri stöðu sem er uppi þar. Þá vilja skipuleggjendur auknar aðgerðir í mannréttindabaráttu þar í landi og draga þá sem ábyrgir eru til ábyrgðar. Skipuleggjendur fordæma störf Duterte og segjast ætla draga fram frekari staðreyndir sem sýna fram á gróf mannréttindabrot stjórnvalda. Stella Matutina, einn skipuleggjenda, segir að Reykjavík hafi verið valin sem einskonar þakklætisvottur í garð Íslendinga fyrir ályktun þeirra í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem mannréttindabrotum stjórnvalda var mótmælt. Blóði drifin slóð Duterte Í samtali við Vísi segir Stella marga Filippseyinga afar þakkláta Íslendingum fyrir að hafa opnað á frekari umræðu um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi. Sjálf hefur hún hlotið mannréttindaverðlaun Weimer í Þýskalandi fyrir baráttu sína gegn námugrefti á Filippseyjum og eytt ævi sinni í að berjast fyrir auknum mannréttindum. „Ég var áður nunna en sagði skilið við það til þess að einbeita mér að mannréttindabaráttu,“ segir Stella en hún er búsett í Þýskalandi. Hún segist ekki geta snúið aftur til Filippseyja þar sem hún hefur sett sjálfa sig í hættu með baráttu sinni, verið fangelsuð og ofsótt og segist hún vita að hún yrði aftur fangelsuð við komuna þangað. Hún er upprunalega frá eyjunni Mindanao þar sem mikill átök hafa geisað undanfarin ár. Fjölskylda hennar var efnalítil og bjó hún við bágar aðstæður. Mannréttindabarátta hennar hófst þegar hún barðist gegn því að beitilöndum eyjunnar yrði breytt í plantekrur. Nú heldur hún áfram að vekja athygli á fíkniefnastríði Duterte og þeim sem hafa látið lífið vegna þess og segir hún slóð forsetans vera blóði drifna. „Það hafa um það bil 30 þúsund látið lífið í þriggja ára stjórnartíð forsetans. Við viljum að þessar aftökur taki enda. Við trúum því að aftökur séu engin lausn, jafnvel í tilfelli glæpamanna. Þess vegna vonumst við eftir því að alþjóðasamfélagið setji pressu á stjórnvöld og að þessu verði hætt,“ segir Stella. Hún segist enn halda í þá von að forsetinn muni einn daginn hlusta á fjölskyldur þeirra sem hafa látið lífið vegna forsetans. Fórnarlömbin séu ekki einungis þeir sem voru teknir af lífi, heldur séu það einnig mæður, feður, systkini, makar og börn sem syrgja ástvini sína. Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu.Vísir/Getty „Við viljum koma til Íslands til þess að þakka Íslendingum“ Stella segir ástandið vera afar slæmt. Því hafi hún verið þakklát að sjá Ísland beita sér í þessum málum í mannréttindaráðinu og það sýni fram á að litlar þjóðir geta haft mikil áhrif. „Það sem við viljum er samstöðuvinna og að starfa með öðrum samtökum og löndum til þess að hafa áhrif á ríkisstjórn okkar. Þetta særir okkur öll mun halda áfram að særa okkur ef þetta heldur áfram. Við viljum koma til Íslands til þess að þakka Íslendingum,“ segir hún. Þrátt fyrir þakklæti Stellu og margra samlanda hennar var forsetinn sjálfur ekki jafn ánægður með ályktun Íslands. Í ræðu sinni fyrir framan hóp embættismanna í Filippseyjum gerði hann lítið úr Íslendingum, sagði þá ekki hafa skilning á vandamálum landsins.Sjá einnig: Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði forsetinn og bætti við að það væru engir glæpir hér á landi, engir lögreglumenn og það eina sem landsmenn gerðu væru að borða ís. Yfirlýsingar Duterte um Íslendinga héldu áfram og sagðist hann íhuga að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Talsmaður filippseysku forsetahallarinnar sagði tillögu Íslands vera til marks um það að Vesturveldin fyrirlíti sjálfsákvörðunarrétt filippseysku þjóðarinnar um að verja hana gegn hættum ólöglegra fíkniefna. Í þessum mánuði blótaði hann Íslendingum enn og aftur í sand og ösku og sagðist vona að þjóðin frysi í hel. Antonio Ablon biskup.Fight Back! Biskup með í för Ferðalag hópsins hefst í Sviss þar sem hann sækir Mannréttindaráðið heim sem og fleiri samtök. Þaðan liggur leiðin til Íslands og mun hópurinn einnig ferðast til Hollands, Belgíu, Ítalíu, Austurríkis, Bretlands og Þýskalands. Í hópi þeirra sem koma hingað til lands er biskupinn Antonio Ablon frá óháðu kirkju Filippseyja. Að sögn Stellu er hann afar áhrifamikill og verður í forgrunni í heimsókn hópsins til Mannréttindaráðsins þar sem hann mun vekja athygli á þeirra baráttu. Þau eru bæði afar spennt að koma hingað til lands og hitta það fólk sem hér býr og vonast þau sérstaklega til þess að hitta Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands. Stella segist vona að heimsókn þeirra verði til þess að Íslendingar haldi áfram að beita sér í þágu mannréttinda, bæði á Filippseyjum og um heiminn allan. Þetta sé gott tækifæri til þess að halda umræðunni á lífi og auka þrýsting á stjórnvöld í Filippseyjum. Það sé löngu tímabært að breyting verði á ástandinu þar í landi.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Reykjavík Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15