Breyting í gervigras kostar borgarbúa átta milljónir króna Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2019 15:30 Víkingur ætlaði að láta laga grassvæðið en féll frá því og fór í gervigras þar sem fallegur fótbolti hefur sést í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Sjá meira