Breyting í gervigras kostar borgarbúa átta milljónir króna Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2019 15:30 Víkingur ætlaði að láta laga grassvæðið en féll frá því og fór í gervigras þar sem fallegur fótbolti hefur sést í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira