Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Leiðtogar Norðurlandanna. F.v Katrin Sjögren, forsætisráðherra Álandseyja, Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, Mette fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur og Katrín jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Mynd/Egill Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“ Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“
Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent