Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 18:30 Aukið eftirlit Tollgæslunnar er að skila árangri Vísir/Jóhann K. Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll. Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Tollgæslan lagði nýverið hald á þúsundir sterataflna við komu Norrænu til Seyðisfjarðar. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn af sterum er haldlagt. Yfirtollvörður segir meira magn ólöglegra efna finnast nú í hverju máli, samanborið við sambærileg mál á síðasta ári. Stór mál hafa komið upp að undanförnu þar sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á mikið magn fíkniefna og annarra ólöglegra efna. Nýlega var greint frá því að lögregla og tollgæsla hafi lagt hald á, á annað hundrað kíló af fíkniefnum það sem af er ári, en þar af fundust um fjörutíu og þrjú kíló af amfetamíni og kókaíni þegar Norræna kom til hafnar í Seyðisfirði í byrjun ágúst. Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Vísir/Baldur HrafnkellVandlega falið í bíl sem kom með Norrænu „Því var vandlega komið fyrir í bíl. Meira magn en við höfum séð áður og þetta er fjórða steramálið af þessari stærðargráðu sem að sem við höfum við að taka á Seyðisfirði,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sendingar ólöglegra efna hingað til lands, með Norrænu og í gegnum Keflavíkurflugvöll, farið stækkandi þó svo að mála fjöldinn sé svipaður og á síðasta ári. Meira sé um svokölluð atvinnuburðardýr sem eiga sér enga sögu í málaskrám. „Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ segir Ársæll.Leitarhundur Tollgæslunnar hefur reynst vel í nokkrum þeirra mála sem hafa komið upp.Vísir/Jóhann K.Svipuð þróun á Keflavíkurflugvelli. Stærri sendingar en svipaður fjöldi mála Yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að haldlagt kókaín sem komið var með í gegnum flugstöðina, hafi verið tæp 700 gr á hver mál árið 2018 en sé um 1,2 kíló í hverju máli á þessu ári. Þar hefur verið lagt hald á í heildina tæp tíu kíló af kókaíni, tæpa tvo komma fimm lítra af amfetamínbasa, tæp tvö kíló að Chrystal Meth og tæpt kíló af MDMA, frá áramótum. „Það er bara ánægjulegt að árangur er að nást í okkar eftirliti. Við höfum verið að reyna breyta okkar aðferðum og vera sem mest ófyrirsjáanleg,“ segir Ársæll.
Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Tollgæslan Tengdar fréttir Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21 22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15 Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26 Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Vilja framlengja gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar fyrir hálfum mánuði síðan. 16. ágúst 2019 13:21
22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. 29. júlí 2019 18:15
Tveir í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á miklu magni fíkniefna Mennirnir voru stöðvaðir af tollvörðum þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar á fimmtudag. 3. ágúst 2019 12:26
Földu umtalsvert magn af tóbaki í hurðum Haganlega hafði verið gengið frá þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hefði verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra. Tveir voru kærðir vegna málsins og greiddur þeir sekt upp á 1,4 milljónir króna. Málið telst upplýst. 19. júlí 2019 16:13