ESB og Ísland – þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Guðjón Viðar Valdimarsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem maður var staddur í sumarfríi á Ítalíu þá tók maður eftir því að matarverð er um það bil helmingi lægra en heima á Íslandi. Það sama hefur maður séð varðandi vexti af íbúðarhúsnæði en þeir eru einnig helmingi lægri þar en á Íslandi. Þá vaknar ávallt upp þessi spurning hjá mér og sennilega flest öllum öðrum Íslendingum á ferðalögum: Hvers vegna er það? Svarið er í raun einfalt, við erum ekki í ESB. Við erum í EES og þó það tryggi okkur aðgang að innri markaði ESB þá tryggir það okkur ekki fullan ávinning í formi lækkaðs matarverðs og vaxta. Værum við aðilar að ESB og með evru sem gjaldmiðil þá værum við að njóta þessa ávinnings til jafns við aðra borgara ESB. Þetta er svona einfalt. Með EES-samningnum var komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði sem byggist á frjálsum vöruflutningum, frjálsri för launafólks, frjálsri þjónustustarfsemi og staðfesturétti, ásamt frjálsum fjármagnshreyfingum (fjórþætta frelsið). Til þess að þetta fyrirkomulag virki þá þurfa allir að spila eftir sömu reglum innan þessa sameiginlega innri markaðar ESB/EES. Af samningnum leiðir því að okkur ber að innleiða inn í íslenska löggjöf allar þær reglur sem hafa verið samþykktar á vettvangi EES-samstarfsins. Þess ber að geta að þetta á einungis við þær reglur ESB sem varða gildissvið EES-samnings. Samkvæmt upplýsingum á vef Stjórnarráðsins varðandi samning um Evrópska efnahagssvæðið þá hafa 13,4% af þeim lögum og reglum sem ESB hefur samþykkt frá árinu 1994 til ársloka 2016 verið tekin upp í EES-samninginn. Það er því ljóst að við erum ekki að „gúmmístimpla“ öll lög og reglur ESB og þannig framselja fullveldi okkar. Við erum aðilar að alþjóðlegum samningi og þess vegna þurfum við að taka upp ákveðna þætti löggjafar ESB sem falla undir gildissvið EES. Hins vegar þýðir þetta jafnframt að værum við ekki að taka upp þessar reglur þá mundum við ekki lengur vera aðili að þessum samningi og þar liggur kjarni málsins. Umræðan um þennan þriðja orkupakka er gott dæmi um þetta. Þar sem við erum aðilar að þessum samningi þá verðum við að innleiða þennan orkupakka og ef við gerum það ekki þá erum við í raun að segja upp EES-samningnum í heild sinni. Þetta er svona svipað og að vera á móti hita en ekki kvefi þ.e.a.s. einkennum sjúkdóms en ekki sjúkdómnum sjálfum. Þessi ESB-mál eru að kljúfa heilu flokkana í herðar niður og þetta byggist allt á þessari grundvallarspurningu: Viljum við vera hluti af ESB eða ekki? EES-samningurinn tryggir okkur nánast allt það sem slík aðild hefði í för með sér en þó ekki þann hluta sem hefði best gildi fyrir lífskjör almennings í landinu. Sá hluti kjósenda sem er á móti ESB/ESS hefur auðvitað rétt á sinni skoðun en þá væri hreinlegast að segja það bara beint út. Ég er hins vegar nokkuð viss um að sá hluti kjósenda vildi gjarna fá niðurstöðu í þessi mál og það er augljós leið til þess. Í fyrsta lagi þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að fela stjórnvöldum að halda áfram/hefja aðildarviðræður við ESB eða segja upp EES-samningnum. Það væru þessir tveir kostir sem væri kosið um og aðeins þannig fengjum við niðurstöðu í þetta mál til frambúðar. Nú hafa Norðmenn kosið tvisvar um og hafnað aðild að ESB, Bretar hafa kosið að yfirgefa ESB og í báðum tilvikum hefur vilji þjóðarinnar verið virtur af stjórnvöldum. Væri ekki ráð að við leystum úr þessum málum á sama hátt, með þjóðaratkvæðagreiðslu?Höfundur er viðskiptafræðingur
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun