Lífið

Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss staðfest í Matrix fjögur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Leikstjóri The Matrix staðfesti í dag að Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves munu leika Trinity og Neo og á ný.
Leikstjóri The Matrix staðfesti í dag að Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves munu leika Trinity og Neo og á ný. Vísir/getty
Lana Wachowski höfundur fjórðu Matrix kvikmyndarinnar tilkynnti í dag að það væri henni sannur heiður að greina aðdáendum kvikmyndanna frá því að leikararnir Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss munu snúa aftur í gamalkunnu hlutverkin.

Söguþráður kvikmyndarinnar flokkast undir vísindaskáldskap. Í forgrunni er hugmyndin um sýndarveruleika og barátta manns og vélar. Tilvísanaheimurinn samanstendur af japönskum teiknimyndum, trúarlegum hugmyndum og heimspeki.

Fyrsta kvikmyndin var frumsýnd árið 1999 en talið er að tökur á nýju myndinni, sem er númer fjögur í röðinni, hefjist í ársbyrjun 2020. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. er dreifingaraðili og framleiðir kvikmyndina.

„Við gætum ekki mögulega verið spenntari að brjótast aftur inn í sýndarveruleikann Matrix með Lönu,“ sagði í tilkynningu frá Warner Bros.

„Lana er sönn hugsjónakona. Hún er frumlegur og skapandi kvikmyndagerðarmaður og við erum í sjöunda himni að hún sé að skrifa, leikstýra og framleiða nýjan kafla fyrir Matrix-heiminn.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×