Fleinn í holdi Ólafur Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2019 10:30 Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar