Hlaupið í erindisleysi Þórlindur Kjartansson skrifar 23. ágúst 2019 07:00 Ekki eru mörg ár síðan það þótti til marks um sérvisku að ástunda að ástæðulausu hlaup á götum úti hér á landi. Þetta var á þeim tímum þegar það þótti einungis á færi hraustustu íþróttamanna að hlaupa tíu kílómetra, hvað þá að fara heilt 42 kílómetra maraþon eins og hinn gríski Feidipídes sem hljóp frá Maraþon til Aþenu með tíðindi af sigri Grikkja á Persum. Nú á dögum þykir það hins vegar ofureðlilegt að fólk hlaupi þessar vegalengdir sér til ánægju, yndisauka og heilsubótar. Hlaup Feidipídesar, sem talið er að hafi verið í ágúst- eða septembermánuði 490 árum fyrir Krist, var semsagt ekki að ástæðulausu. Og enn síður var það blessuðum manninum til heilsubótar. Þvert á móti. Eftir sprettinn sögufræga tókst honum að stynja upp úr sér sigurfregninni en datt svo niður dauður. Kannski yrði það Feidipídesi einhver huggun að vita að þetta mikla afrek hefur tryggt honum ódauðleika því allt frá því Ólympíuleikar voru endurreistir árið 1896 hefur maraþonhlaup verið hluti keppninnar, og margt viljasterkt fólk hefur sett sér það sem markmið að ná þeim áfanga í lífinu að herma eftir afreki Feidipídesar; hver á sínum hraða og með sínu lagi.Ofurmaraþon Á allra síðustu árum hefur þróunin einhvern veginn verið á þá leið að þetta afrek Feidipídesar virkar sífellt tilkomuminna. Miðaldra fólk, og jafnvel háaldrað, er farið að hlaupa maraþonhlaup og hreystimenni á öllum aldri og af öllum kynjum hafa tekið upp á því að keppa sín á milli í alls konar ofurþrautum sem láta afrek Feidipídesar líta út eins og notalega upphitun í samanburði. Það eru engar ýkjur. Undanfarin ár hafa hundruð manna sett sér það metnaðarfulla markmið að hlaupa Laugaveginn frá Landmannalaugum og inn í Þórsmörk. Vegalengdin er 55 kílómetrar af fjalllendi—semsagt 13 kílómetrum meira en skokkið sem tryggði Feidipídesi ódauðleika fyrir tvö þúsund árum. Það er ekkert grín að hlaupa þennan Laugaveg. Fólk æfir sig mánuðum og árum saman til þess að komast leiðina á skikkanlegum tíma og er svo úrvinda á sál og líkama eftir átökin að það er ekki mönnum sinnandi fyrr en líður að aðventu. Nema auðvitað gaurinn og gellan sem hituðu upp fyrir Laugavegshlaupið í sumar með því að hlaupa Laugaveginn „í hina áttina“—frá Þórsmörk upp í Landmannalaugar. Þegar hinir keppendurnir mættu í rútunni—tilbúnir til þess að vinna mesta þrekvirki ævinnar—þá voru sigurvegararnir tilvonandi einfaldlega að reyna að halda sér vakandi áður en þau lögðu af stað aftur niðureftir. 55 kílómetra hlaup næturinnar var í raun upphitun fyrir 55 kílómetra hlaup dagsins. Þorbergur Ingi Jónsson og Elísabet Margeirsdóttir, sem hituðu upp með þessum eftirminnilega hætti, virtust samt eiga nóg eftir. Hann var langfyrstur í flokki karla og hún varð önnur í flokki kvenna. Þorbergur viðurkenndi reyndar eftir hlaupið að hann væri þreyttur og sér væri „aðeins illt í fótunum“. En hann lét þess líka getið, hinum keppendunum til hugreystingar, að hann hefði litið á allt hlaupið, fram og til baka, sem eins konar æfingu fyrir „alvöru“ hlaup sem þau tvö eru að undirbúa sig fyrir; 170 kílómetra með tíu þúsund metra hækkun. Á eigin forsendum Það er hætt við að margir úrvinda hlauparar á Laugaveginum hafi við lok hlaupsins fundið til undarlegrar blöndu af sigurgleði yfir eigin afreki og vanmáttar gagnvart ofurmennunum sem stungu þá af. Það er gríðarleg þrekraun hjá hverjum sem er að hlaupa 42 kílómetra; hvað þá 55 kílómetra—en úrslitin í Laugavegshlaupinu í sumar undirstrika að það er nánast sama hversu góður maður er; alltaf er einhver sem getur látið mann líta út eins og byrjanda. Hlaupagarparnir sem ætla að leggja af stað í skemmtiskokk, 10 km, hálfmaraþon og maraþon á morgun taka allir þátt á sínum eigin forsendum. Þeir sem hafa reynslu af þátttöku í svona hlaupum gera sér grein fyrir því að mestu sigurvegararnir eru ekki endilega þeir sem fara hraðast eða eiga auðveldast með hlaupið—heldur þeir sem raunverulega eru að sigrast á áskorunum sem virðast óárennilegar í þeirra eigin huga. Mesti sigurinn er svo líklegast fólginn í því að geta litið á hreyfinguna sem ánægjulegan hluta af daglegu lífi, en ekki einhvers konar samfélagslega áþján. Það er örugglega mun betra að vera í formi af því maður hreyfir sig heldur en að þurfa að hreyfa sig til þess að komast í form. Tilgangurinn er hlaupið sjálft Feidipídes hefði örugglega ekki skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið væri hann uppi í dag. Honum hefði eflaust þótt algjörlega fáránlegt að vita til þess að fólk gerði það að leik sínum að hlaupa vegalengdina frá Maraþon til Aþenu, hvað þá að fara margfalda þá leið án sýnilegs erindis. Þótt hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupi ekki í því erindi að bera sigurtíðindi úr stórorrustum þá er hlaupið sjálft sigurhátíð. Örfáir keppa sín á milli um besta tímann en þúsundir hlaupa sér til ánægju, keppa við sjálfa sig og njóta þess að taka þátt í stærstu útihátíð sumarsins. Tilgangur hlaupsins er hlaupið sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Ekki eru mörg ár síðan það þótti til marks um sérvisku að ástunda að ástæðulausu hlaup á götum úti hér á landi. Þetta var á þeim tímum þegar það þótti einungis á færi hraustustu íþróttamanna að hlaupa tíu kílómetra, hvað þá að fara heilt 42 kílómetra maraþon eins og hinn gríski Feidipídes sem hljóp frá Maraþon til Aþenu með tíðindi af sigri Grikkja á Persum. Nú á dögum þykir það hins vegar ofureðlilegt að fólk hlaupi þessar vegalengdir sér til ánægju, yndisauka og heilsubótar. Hlaup Feidipídesar, sem talið er að hafi verið í ágúst- eða septembermánuði 490 árum fyrir Krist, var semsagt ekki að ástæðulausu. Og enn síður var það blessuðum manninum til heilsubótar. Þvert á móti. Eftir sprettinn sögufræga tókst honum að stynja upp úr sér sigurfregninni en datt svo niður dauður. Kannski yrði það Feidipídesi einhver huggun að vita að þetta mikla afrek hefur tryggt honum ódauðleika því allt frá því Ólympíuleikar voru endurreistir árið 1896 hefur maraþonhlaup verið hluti keppninnar, og margt viljasterkt fólk hefur sett sér það sem markmið að ná þeim áfanga í lífinu að herma eftir afreki Feidipídesar; hver á sínum hraða og með sínu lagi.Ofurmaraþon Á allra síðustu árum hefur þróunin einhvern veginn verið á þá leið að þetta afrek Feidipídesar virkar sífellt tilkomuminna. Miðaldra fólk, og jafnvel háaldrað, er farið að hlaupa maraþonhlaup og hreystimenni á öllum aldri og af öllum kynjum hafa tekið upp á því að keppa sín á milli í alls konar ofurþrautum sem láta afrek Feidipídesar líta út eins og notalega upphitun í samanburði. Það eru engar ýkjur. Undanfarin ár hafa hundruð manna sett sér það metnaðarfulla markmið að hlaupa Laugaveginn frá Landmannalaugum og inn í Þórsmörk. Vegalengdin er 55 kílómetrar af fjalllendi—semsagt 13 kílómetrum meira en skokkið sem tryggði Feidipídesi ódauðleika fyrir tvö þúsund árum. Það er ekkert grín að hlaupa þennan Laugaveg. Fólk æfir sig mánuðum og árum saman til þess að komast leiðina á skikkanlegum tíma og er svo úrvinda á sál og líkama eftir átökin að það er ekki mönnum sinnandi fyrr en líður að aðventu. Nema auðvitað gaurinn og gellan sem hituðu upp fyrir Laugavegshlaupið í sumar með því að hlaupa Laugaveginn „í hina áttina“—frá Þórsmörk upp í Landmannalaugar. Þegar hinir keppendurnir mættu í rútunni—tilbúnir til þess að vinna mesta þrekvirki ævinnar—þá voru sigurvegararnir tilvonandi einfaldlega að reyna að halda sér vakandi áður en þau lögðu af stað aftur niðureftir. 55 kílómetra hlaup næturinnar var í raun upphitun fyrir 55 kílómetra hlaup dagsins. Þorbergur Ingi Jónsson og Elísabet Margeirsdóttir, sem hituðu upp með þessum eftirminnilega hætti, virtust samt eiga nóg eftir. Hann var langfyrstur í flokki karla og hún varð önnur í flokki kvenna. Þorbergur viðurkenndi reyndar eftir hlaupið að hann væri þreyttur og sér væri „aðeins illt í fótunum“. En hann lét þess líka getið, hinum keppendunum til hugreystingar, að hann hefði litið á allt hlaupið, fram og til baka, sem eins konar æfingu fyrir „alvöru“ hlaup sem þau tvö eru að undirbúa sig fyrir; 170 kílómetra með tíu þúsund metra hækkun. Á eigin forsendum Það er hætt við að margir úrvinda hlauparar á Laugaveginum hafi við lok hlaupsins fundið til undarlegrar blöndu af sigurgleði yfir eigin afreki og vanmáttar gagnvart ofurmennunum sem stungu þá af. Það er gríðarleg þrekraun hjá hverjum sem er að hlaupa 42 kílómetra; hvað þá 55 kílómetra—en úrslitin í Laugavegshlaupinu í sumar undirstrika að það er nánast sama hversu góður maður er; alltaf er einhver sem getur látið mann líta út eins og byrjanda. Hlaupagarparnir sem ætla að leggja af stað í skemmtiskokk, 10 km, hálfmaraþon og maraþon á morgun taka allir þátt á sínum eigin forsendum. Þeir sem hafa reynslu af þátttöku í svona hlaupum gera sér grein fyrir því að mestu sigurvegararnir eru ekki endilega þeir sem fara hraðast eða eiga auðveldast með hlaupið—heldur þeir sem raunverulega eru að sigrast á áskorunum sem virðast óárennilegar í þeirra eigin huga. Mesti sigurinn er svo líklegast fólginn í því að geta litið á hreyfinguna sem ánægjulegan hluta af daglegu lífi, en ekki einhvers konar samfélagslega áþján. Það er örugglega mun betra að vera í formi af því maður hreyfir sig heldur en að þurfa að hreyfa sig til þess að komast í form. Tilgangurinn er hlaupið sjálft Feidipídes hefði örugglega ekki skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið væri hann uppi í dag. Honum hefði eflaust þótt algjörlega fáránlegt að vita til þess að fólk gerði það að leik sínum að hlaupa vegalengdina frá Maraþon til Aþenu, hvað þá að fara margfalda þá leið án sýnilegs erindis. Þótt hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupi ekki í því erindi að bera sigurtíðindi úr stórorrustum þá er hlaupið sjálft sigurhátíð. Örfáir keppa sín á milli um besta tímann en þúsundir hlaupa sér til ánægju, keppa við sjálfa sig og njóta þess að taka þátt í stærstu útihátíð sumarsins. Tilgangur hlaupsins er hlaupið sjálft.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun