Um síðustu helgi tapaði CSKA Moskva gegn grönnum sínum í Spartak Moskvu 2-1 en Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA.
Hörður Björgvin hefur staðið sig varnarlega í vörn CSKA og ekki síður þegar CSKA er með boltan því enginn leikmaður deildarinnar er með betri sendingarhlutfall en landsliðsmaðurinn.
Hann hefur gefið 393 heppnaðar sendingar á leiktíðinni og er efstur eftir fyrstu sex umferðirnar í rússnesku deildinni.
Hordur Magnusson has the best passing stats among #RPL after Week 6.
He made 393 acurate passes so far #CSKApic.twitter.com/rDGsWRyzNO
— Russian Premier Liga (@premierliga_en) August 22, 2019