Ísland molnaði niður í Sviss Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2019 16:45 Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni við þá Clint Capela og Boris Mbala. Mynd/Fiba.basketball Það er stutt á milli í þessu, nokkrum dögum áður leikur liðið gegn Portúgal sennilega sinn besta leik í mörg ár en svo gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of mörg stig sem Sviss setur á okkur,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, spurður út í frammistöðu Íslands gegn Sviss. „Þetta byrjar vel en fer svo að hiksta, menn verða staðir og menn missa augnablikið. Það er hættulegt að spila á þessu kalíberi að vita það aftast í hausnum að þú megir tapa með einhverjum mun þó að menn hafi auðvitað komið í leikinn til að vinna,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Sviss óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn á sama tíma og spilamennska Íslands molnaði niður. Sviss var að setja stórar körfur og fá augnablikið með sér og við það grípur um sig smá örvænting hjá Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt á sama tíma og Sviss fær blóð á tennurnar og gengur á lagið.“ Hann finnur til með þjálfarateyminu. „Þeim var enginn greiði gerður með að fá enga æfingaleiki í sumar. Þetta voru risavaxnir leikir fyrir framtíðaráform Íslands og þeir fengu ekki leikina sem til þurfti. Kannski var það þetta litla sem vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að menn væru búnir að hlaupa af sér hornin.“1 sóknSviss endaði ekki með körfu á síðustu sex mínútum leiksins, þegar skref var dæmt á miðherjann Clint Capela. Vörn Íslands var í molum þegar á reyndi undir lok leiksins. Þegar íslenska vörnin þurfti að stöðva Sviss átti hún engin svör.42%stiga Íslands í seinni hálfleik komu af vítalínunni eða sextán samtals í tuttugu tilraunum.8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Íslands. Ísland réð ekkert við Sviss í baráttunni um fráköstin undir körfu Íslands og fékk Sviss allt of oft fleiri tilraunir í sömu sókninni.102 stigum munaði á úrslitum íslenska liðsins á heima- og útivelli í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland vann þrjá af fjórum heimaleikjunum og var 46 stigum yfir á heimavelli í undankeppninni en á útivelli töpuðust allir leikirnir með samanlagt 56 stiga mun.5 stig fékk Ísland úr opnum leik á mikilvægum kafla frá því að Tryggvi Snær kom Íslandi fjórum stigum yfir í upphafi annars leikhluta þar til Martin minnkaði forskot Sviss niður í níu stig tæpum ellefu mínútum síðar. Tólf stig af vítalínunni héldu lífi í Íslandi á þessum tímapunkti.6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta leikhluta. Í næstu þremur leikhlutum hitti Ísland úr þremur af átján skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.29 stigum skilaði Roberto Kovac, nýjasti leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á átta ára ferli með félagsliðum hefur Roberto þrisvar verið með þrjátíu stig eða meira í leik.109 stig setti Sviss í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sviss brýtur hundrað stiga múrinn í opinberum keppnisleik í undankeppni HM eða EM.9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli í undankeppni EM/HM eða síðan Ísland vann ellefu stiga sigur á Kýpur árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Það er stutt á milli í þessu, nokkrum dögum áður leikur liðið gegn Portúgal sennilega sinn besta leik í mörg ár en svo gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of mörg stig sem Sviss setur á okkur,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, spurður út í frammistöðu Íslands gegn Sviss. „Þetta byrjar vel en fer svo að hiksta, menn verða staðir og menn missa augnablikið. Það er hættulegt að spila á þessu kalíberi að vita það aftast í hausnum að þú megir tapa með einhverjum mun þó að menn hafi auðvitað komið í leikinn til að vinna,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Sviss óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn á sama tíma og spilamennska Íslands molnaði niður. Sviss var að setja stórar körfur og fá augnablikið með sér og við það grípur um sig smá örvænting hjá Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt á sama tíma og Sviss fær blóð á tennurnar og gengur á lagið.“ Hann finnur til með þjálfarateyminu. „Þeim var enginn greiði gerður með að fá enga æfingaleiki í sumar. Þetta voru risavaxnir leikir fyrir framtíðaráform Íslands og þeir fengu ekki leikina sem til þurfti. Kannski var það þetta litla sem vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að menn væru búnir að hlaupa af sér hornin.“1 sóknSviss endaði ekki með körfu á síðustu sex mínútum leiksins, þegar skref var dæmt á miðherjann Clint Capela. Vörn Íslands var í molum þegar á reyndi undir lok leiksins. Þegar íslenska vörnin þurfti að stöðva Sviss átti hún engin svör.42%stiga Íslands í seinni hálfleik komu af vítalínunni eða sextán samtals í tuttugu tilraunum.8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Íslands. Ísland réð ekkert við Sviss í baráttunni um fráköstin undir körfu Íslands og fékk Sviss allt of oft fleiri tilraunir í sömu sókninni.102 stigum munaði á úrslitum íslenska liðsins á heima- og útivelli í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland vann þrjá af fjórum heimaleikjunum og var 46 stigum yfir á heimavelli í undankeppninni en á útivelli töpuðust allir leikirnir með samanlagt 56 stiga mun.5 stig fékk Ísland úr opnum leik á mikilvægum kafla frá því að Tryggvi Snær kom Íslandi fjórum stigum yfir í upphafi annars leikhluta þar til Martin minnkaði forskot Sviss niður í níu stig tæpum ellefu mínútum síðar. Tólf stig af vítalínunni héldu lífi í Íslandi á þessum tímapunkti.6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta leikhluta. Í næstu þremur leikhlutum hitti Ísland úr þremur af átján skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.29 stigum skilaði Roberto Kovac, nýjasti leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á átta ára ferli með félagsliðum hefur Roberto þrisvar verið með þrjátíu stig eða meira í leik.109 stig setti Sviss í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sviss brýtur hundrað stiga múrinn í opinberum keppnisleik í undankeppni HM eða EM.9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli í undankeppni EM/HM eða síðan Ísland vann ellefu stiga sigur á Kýpur árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira