Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2019 11:36 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira