Sextíu og fimm bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2019 12:15 Frá fundinum á Selfossi þar sem Björn Magnússon vakti athygli á gríðarlegum vanda á lyflækningadeild sjúkrahússins á Selfossi þar sem tólf af fjórtán rúmum, sem eiga að standa Sunnlendingum til boða eru teppt af sjúklingum, sem bíða eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Björn er lengst til vinstri á myndinni í fremstu röðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira