Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 17:57 Eldarnir geisa enn í Amasón regnskóginum. getty/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14