Parið hittist fyrst í raunveruleikaþáttunum Bachelorette þar sem Rachel var í aðalhlutverki. Þrjátíu karlmenn kepptu um hylli Rachel, lögfræðing frá Dallas, Texas en Rachel valdi að lokum Bryan sem er kírópraktor frá Miami.
Parið hefur búið saman í Miami í Flórída en flutti nýlega aftur til Dallas.
Hispanic News All About the Romantic Wedding Gown The Bachelorettes Rachel Lindsay Wore to Marry Bryan Abasolo https://t.co/NXgEORVNc8 pic.twitter.com/277JUEaZ8e
— HispanicNews.com (@HispanicNews) August 25, 2019
„Þegar þau skiptust á handskrifuðum hjúskaparheitum fann maður svo vel fyrir þessum hráu tilfinningum og þeirri öflugu tengingu sem þau hafa sín á milli,“ bætti Russo við.
Hefð hefur skapast fyrir því að fyrrverandi þátttakendur í raunveruleikaþáttunum leyfi aðdáendum sínum að fylgjast með brúðkaupsathöfninni í beinni útsendingu en Rachel vildi það þó ekki og sagði að hún væri að giftast Bryan eingöngu vegna þess að hún elskaði hann. Þau þyrftu hvorki á peningum né frægð að halda á stóra deginum.
Rachel klæddist glæsilegum kjól sem Randi Rahm sérhannaði fyrir hana. Rachel hefur lengi unnið með Rahm sem hannaði marga af kjólunum sem hún klæddist í The Bachelorette. Rachel ræðir um kjólinn í myndskeiðinu hér að neðan.